Sport

Arnar Helgi langt frá sínu besta í 200 metrunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Helgi á ferðinni í Swansea.
Arnar Helgi á ferðinni í Swansea. Mynd/ífsport.is
Arnar Helgi Lárusson hafnaði í fimmta og síðasta sæti í 200 metra hjólastólakappakstri í flokki T53 á Evrópumóti fatlaðra í Swansea í dag.

Hann kom í mark á 39,09 sekúndum sem er langt frá hans besta, en Íslandsmet Arnars Helga eru 33,45 sekúndur.

Frakkinn Pierre Fairbank, sem varð annar í 100 metrunum, skákaði Bretanum MickeyBushell að þessu sinni og varð Evrópumeistari.

Fairbank kom í mark á 28,72 sekúndum, en Bushell varð annar á 29,20 sekúndum eftir spennandi endasprett. Annar Frakki, Nicolas Brignone, varð þriðji líkt og í 100 metrunum, en hann kom í mark á 31,90 sekúndum.

Arnar Helgi hefur lokið keppni í Swansea, en hann varð fimmti bæði í 100 og 200 metra hjólastólakappakstri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×