Íslenski boltinn

Sara Björk: Þetta er mjög svekkjandi

Anton Ingi Leifsson í Laugardal skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. vísir/valli
„Þetta var mjög svekkjandi þar sem við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, við Vísi eftir tapið gegn Dönum í kvöld.

„Við sköpuðum okkur fullt af færum og hefðum auðveldlega sett eitt til tvö mörk. Það hefði klárlega breytt leiknum

„Mér fannst við spila rosalega vel í fyrri hálfleik. Við vorum vel skipulagðar og lokuðum á sendingarnar in á miðjuna, það var ætlunin. Við pressuðum hátt og sköpuðum okkur mörg færi út frá því, en náum ekki að nýta þau," sagði Sara og aðspurð hvort of mikil orka hafi farið í pressuna í fyrri hálfleik svaraði hún.

„Ég veit það ekki. Þegar við fengum markið á okkur í seinni hálfleik þá fannst mér við detta úr takt. Pressan var ekki eins góð og við náðum ekki að halda boltanum nægilega vel innan liðsins

„Við verðum bara að spila uppá stoltið í þessum tveimur leikjum sem eftir eru," sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leikslok.


Tengdar fréttir

Freyr: Þú verður að klára færin

"Við fengum mörg færi, pressuðum vel og komum okkur í opnar stöður og í svona leikjum þá verður þú að klára færin sem þú færð og við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Íslands eftir 1-0 tapið gegn Danmörku á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×