Enski boltinn

Galliani staðfestir áhuga á Torres og van Ginkel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Torres er kominn aftarlega í goggunarröðina hjá Chelsea.
Torres er kominn aftarlega í goggunarröðina hjá Chelsea. Vísir/Getty
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að félagið hafi áhuga á Chelsea-mönnunum Fernando Torres og Marco van Ginkel.

„Við stefnum að því að ná í frábæran framherja,“ sagði Galliani í samtali við sjónvarpsstöð Milan. Ítalska félagið seldi framherjann Mario Balotelli til Liverpool á dögunum og leitin að eftirmanni hans stendur enn yfir.

Galliani kveðst einnig bjartsýnn á að fá van Ginkel, sem hefur aðeins leikið fjóra leiki fyrir Chelsea síðan hann kom til Lundúnaliðsins frá Vitesse Arnheim í fyrrasumar.

„Van Ginkel? Við erum bjartsýnir. Við höfum boðið í hann og bíðum eftir svari. Vonandi kemur hann til okkar,“ sagði Galliani um hollenska miðjumanninn.

Milan hafnaði í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, en liðið mun ekki leika í Evrópukeppni í ár í fyrsta sinn frá tímabilinu 1998-99. Ítalska stórveldið er nú undir stjórn Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanns hjá félaginu, en hann tók við starfinu af Hollendingnum Clarence Seedorf í sumar.

Van Ginkel spilaði lítið með Chelsea á síðustu leiktíð vegna meiðsla.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

AC Milan staðfestir viðræður um Balotelli

AC Milan staðfesti rétt í þessu á heimasíðu sinni að félagið er í viðræðum við félag sem talið er að sé Liverpool um kaupverðið á Mario Balotelli, framherja ítalska stórveldisins. Balotelli gæti því snúið aftur í enska boltann átján mánuðum eftir að hann fór frá Manchester City.

Roma sýnir Torres áhuga

Ítalska stórveldið hafði samband við Chelsea til þess að kanna stöðuna á Fernando Torres sem hefur fallið neðar í goggunarröðuninni í sumar.

Balotelli genginn í raðir Liverpool

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan.

Torres er ekki á förum frá Chelsea

Jose Mourinho, stjóri Chelsea á Englandi, staðfesti í dag að Fernando Torres væri ekki á förum frá félaginu í sumar. Chelsea hefur þegar gengið frá kaupunum á Diego Costa og Didier Drogba í sumar.

Torres fer ekki ódýrt frá Chelsea

Fernando Torres krefst þess að Chelsea greiði upp samning hans ætli þeir að selja hann en hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Torres hefur verið orðaður við Roma undanfarnar vikur.

Torres ekki til sölu

Jose Mourinho knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea segir að ekki komi til greina að leyfa Spánverjanum Fernando Torres að yfirgefa félagið nú í sumar.

Balotelli má ekki við því að mistakast

Mino Raiola umboðsmaður Mario Balotelli sem er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool segir að ítalski framherjanum megi ekki mistakast í Bítlaborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×