Körfubolti

Lettland sigraði í Rúmeníu | Jákvætt fyrir íslenska liðið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Janis Strelnieks skoraði 13 stig gegn Rúmeníu.
Janis Strelnieks skoraði 13 stig gegn Rúmeníu. Vísir/Getty
Lettland vann 12 stiga sigur á Rúmeníu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins(e. Eurobasket) í dag. Sigur Lettlands léttir töluvert pressuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld.

Lettar komu sterkari inn í fyrsta leikhluta og leiddu 22-16 eftir fyrsta leikhluta en rúmnesku leikmennirnir náðu að jafna metin skömmu fyrir lokaflaut annars leikhluta.

Í þriðja leikhluta settu Lettarnir aftur í gírinn og náðu níu stiga forskoti sem þeir héldu það sem eftir lifði leiks. Mest náðu þeir sautján stiga mun en Rúmenar náðu að laga stöðuna áður en lokaflautið gall.

Lauk leiknum með 82-70 sigri Lettlands sem léttir pressuna á íslenska liðinu. Fyrir vikið mega íslensku strákarnir tapa leiknum í kvöld með litlum mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×