Sport

ÍR-ingar eru efstir eftir fyrri daginn í Bikarkeppni FRÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Kristinn Jasonarson vann sína grein.
Ívar Kristinn Jasonarson vann sína grein. Vísir/Vilhelm
ÍR-ingar byrjuðu titilvörnina vel í Bikarkeppni FRÍ en ÍR-liðið er með forystuna eftir fyrri daginn sem fór fram í Laugardalnum í kvöld. ÍR hefur fengið 6,5 stigum meira en FH.

Konurnar í FH með Sveinbjörgu Zophoníasdóttur í fararbroddi hafa þó 1,5 stiga forskot á ÍR í kvennakeppninni en Sveinbjörg vann þrjár greinar í kvöld og landaði 18 stigum af 44 fyrir FH-liðið.

Karlasveit ÍR náði í 52 stig og hefur 8 stiga forskot á FH fyrir seinni daginn á morgun.

ÍR hefur alls fengið 94,5 stig en FH er með 88 stig. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaupin í lok dags og juku með því forskotið en mikil spenna er í loftinu fyrir seinni daginn á morgun.



Staðan í kvennakeppninni:

FH     44,0 stig

ÍR     42,5

Norðurland     39,0

Breiðablik     30,0

Ármann     12,5     

Staðan í karlakeppninni:                

ÍR     52,0 stig

FH     44,0

Norðurland     37,0     

Ármann     34,0

Breiðablik     33,0

Staðan í heildarkeppninni:     

ÍR     94,5 stig

FH     88,0     

Norðurland     76,0     

Breiðablik     63,0     

Ármann     46,5     



Sigurvegarar greinanna í dag:

100 metra hlaup karla

1     Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Norðurland    10,74 sekúndur

2     Ari Bragi Kárason, ÍR    10,99    

3     Óli Tómas Freysson, FH    11,21    

100 metra hlaup kvenna

1     Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, ÍR    11,91 sekúndur

2     Steinunn Erla Davíðsdóttir, Norðurland    12,62    

3     Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik    12,70    

400 metra hlaup karla

1     Trausti Stefánsson, FH    48,09 sekúndur    

2     Kolbeinn Höður Gunnarsson, Norðurland    48,22    

3     Tristan Freyr Jónsson, ÍR    49,77    

400 metra hlaup kvenna

1     Aníta Hinriksdóttir, ÍR    55,22 sekúndur    

2     Steinunn Erla Davíðsdóttir, Norðurland    58,04    

3     Melkorka Rán Hafliðadóttir, FH    60,53    

1500 metra hlaup karla

1     Bjartmar Örnuson, Norðurland    4:16,72    mínútur

2     Björn Margeirsson, Ármann    4:17,07    

3     Snorri Sigurðsson, ÍR    4:18,06    

1500 metra hlaup kvenna

1     Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR    5:05,39    mínútur    

2     Anna Berglind Pálmadóttir, Norðurland    5:15,33    

3     Hrafnhildur Ólafsdóttir, FH    5:44,05    

400 metra grindarhlaup karla

1     Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR    55,71 sekúndur        

2     Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH    56,70    

3     Bjartmar Örnuson, Norðurland    61,70    

400 metra grindarhlaup kvenna

1     Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR    60,56 sekúndur        

2     Þórdís Eva Steinsdóttir, FH    61,87    

3     Stefanía Valdimarsdóttir, Breiðablik    66,42    

3000 metra hindrunarhlaup karla

1     Sæmundur Ólafsson, ÍR    10:12,00 mínútur    

2     Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson, Ármann    10:42,91    

3     Gylfi Örn Gylfason, FH    11:36,84

Hástökk kvenna

1     Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH    1,64    

2     Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Norðurland    1,61    

3     Hanna Þráinsdóttir, ÍR    1,58    

4 x 100 metra boðhlaup Karla

1     Sveit ÍR, ÍR    42,23 sekúndur

2     Sveit FH, FH    42,46    

3     Sveit Norðurlands, Norðurland    42,49    

4 x 100 metra boðhlaup Kvenna

1     Sveit ÍR, ÍR    48,04    

2     Sveit FH, FH    49,39    

3     Sveit Norðurlands, Norðurland    52,16    

Langstökk karla

1     Kristinn Torfason, FH    7,08 metrar    

2     Einar Daði Lárusson, ÍR    7,08    

3     Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik    6,76    

Þrístökk kvenna

1     Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH    11,65 metrar

2     Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR    11,03    

3     Fríða Ísabell Friðriksdóttir, Norðurland    10,74    

Stangarstökk karla

1     Krister Blær Jónsson, ÍR    4,60 metrar

2     Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðablik    4,50    

3     Hermann Þór Haraldsson, FH    3,90    

Kúluvarp kvenna

1     Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH    13,61 metrar    

2     Ásgerður Jana Ágústsdóttir, Norðurland    11,32    

3     Ingibjörg Arngrímsdóttir, Breiðablik    11,15    

Kúluvarp karla

1     Óðinn Björn Þorsteinsson, Ármann    17,27 metrar

2     Sindri Lárusson, ÍR    15,91    

3     Ásgeir Bjarnason, FH    15,55    

Spjótkast karla

1     Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðablik    75,41 metrar    

2     Guðmundur Sverrisson, ÍR    73,90    

3     Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármann    62,06    

    

Spjótkast kvenna

1     María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann    45,38 metrar    

2     Thea Imani Sturludóttir, FH    44,92    

3     Ingibjörg Arngrímsdóttir, Breiðablik    39,53   


Tengdar fréttir

Ekki hægt að keppa í sleggjukasti í Laugardalnum

Sleggjukastkeppni Bikarkeppni FRÍ getur ekki farið fram í Laugadal eins og restin af bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins og hefur hún verið flutt til Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Jónasi Egilssyni, formanni FRÍ.

Þrír EM-farar hita upp í 49. Bikarkeppni FRÍ um helgina

Bikarkeppni FRÍ fer fram í dag og á morgun en fimm lið eru skráð til leiks í 49. bikarkeppnina. Meðal keppenda eru þrír væntanlegir þátttakendur á EM í Zurich í Sviss sem fer fram í næstu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×