Bólivíumenn lýsa því yfir að Ísrael sé "hryðjuverkaríki“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 11:50 Evo Morales segir Ísrael ekki virða mannréttindasáttmála SÞ. Vísir/GETTY/AFP Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Gasa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv.
Gasa Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira