Ísraelar hnýta í Brasilíumenn vegna 7-1 Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2014 12:05 Brasilíumenn voru í öngum sínum eftir 7-1 tap sinna mann gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM fyrr í mánuðinum. Vísir/AP Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna. Gasa Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Talsmenn ísraelskra yfirvalda hafa kallað Brasilíu „diplómatískan dverg“ og hnýtt í landið vegna 7-1 taps þeirra gegn Þjóðverjum á HM fyrr í mánuðinum. Er þetta gert eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Í frétt Washington Post segir að talsmaður brasilískra yfirvalda hafi sagt viðbrögð Ísraelshers á Gaza ekki hafa verið í hlutfalli við tilefnið. Brasilía er annað landið sem kallar sendiherra sinn heim frá Ísrael vegna ástandsins á Gaza, en Ekvadór gerði slíkt hið sama í síðustu viku. Yigal Palmor, talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans, sagði málið óheppilegan vitnisburð þess að Brasilía, þessi efnahagslegi og menningarlegi risi, „væri enn diplómatískur dvergur. Þessi siðferðislega afstæðishyggja sem liggur að baki þessari ákvörðun gerir Brasilíu að diplómatískum samstarfsaðila okkur óviðkomandi, þar sem hann skapar vandamál í stað þess að stuðla að lausnum.“ Palmor sagði viðbrögð Ísraelsmanna á Gaza vera í fullkomlega réttu hlutfalli við alþjóðalög. „Þetta er ekki fótbolti. Þegar leik lýkur með jafntefli í fótbolta, má líta á hluti vera í réttum hlutföllum, en þegar leiknum lýkur 7-1 er ekki svo. Mér þykir leitt að segja það en svo er ekki í raunveruleikanum og í alþjóðalögum.“ Luiz Alberto Figueiredo, utanríkisráðherra Brasilíu, svaraði þessu með því að segja Brasilíu vera eitt af ellefu ríkjum heims sem ættu í stjórnmálasambandi við öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá státi landið af sögu friðar og hafi talað fyrir friðaraðgerðum víðs vegar um heim. „Ef til eru diplómatískir dvergar þá er Brasilía ekki einn þeirra.“ Í grein Washington Post segir að brasilísk yfirvöld hafi ekki brugðist sérstaklega við athugasemdinni um 7-1 tap Braslíumanna.
Gasa Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira