Íslenski boltinn

Þorsteinn Már skoraði í endurkomunni til Ólsara

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Þorsteinn Már er í láni hjá Ólsurum frá KR.
Þorsteinn Már er í láni hjá Ólsurum frá KR. vísir/vilhelm
Víkingar úr Ólafsvík lögðu Selfoss, 2-0, í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og komust með sigrinum í jafna og spennandi toppbaráttu deildarinnar.

Eyþór Helgi Birgisson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 17. mínútu leiksins, en vítið fengu Ólsarar eftir að brotið var á Þorsteini Má Ragnarssyni.

Þorsteinn var að spila sinn fyrsta leik fyrir Ólsara síðan hann gekk aftur í raðir liðsins á láni frá KR fyrr í vikunni. Hann gerði svo enn betur og skoraði sjálfur annað mark liðsins á 64. mínútu og gulltryggði sigurinn.

Ólafsvíkingar komust upp í fjórða sæti 1. deildar með sigrinum, en þeir hafa 22 stig eftir 13 umferðir. Selfoss er í 8. sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×