„Líklegt að Schumacher verði alltaf öryrki“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 10:00 Vísir/Getty Margt er enn óvitað um ástand þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem hlaut alvarlega áverka í skíðaslysi í lok síðasta árs. Schumacher var á mánudag fluttur frá sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalist í Frakklandi og er nú á endurhæfingarstöð í Lausanne í Sviss. Sabine Kehm, umboðsmaður hans, staðfesti í vikunni að honum væri ekki lengur haldið sofandi og hafa fregnir borist af því að hann hafi sýnt viðbrögð við umhverfi sínu og kinkað kolli til sinna nánustu. Erich Riederer, læknir í Sviss, segir í viðtali við fjölmiðla að það væri ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni í tilfelli Schumachers. „Hann verður öryrki allt sitt líf og mun alltaf vera háður aðstoð annarra,“ sagði hann í samtali við dagblaðið 20 Minuten. Schumacher var í dái í hálft ár og telur Riederer að það yrði mikill sigur ef honum tækist að sitja óstuddur innan þriggja mánaðar. Þá verður erfitt fyrir hann að setja saman heilar setningar. „Það ætti að reynast honum erfitt - hann mun fyrst læra stök orð,“ er haft eftir lækninum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04 Michael Schumacher úr dái Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár. 16. júní 2014 10:12 Schumacher bregst við rödd konu sinnar Michael Schumacher er sagður bregðast við þegar hann heyrir rödd eiginkonu sinnar og að hann geti andað óstuddur í ákveðinn tíma. 17. júní 2014 11:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Margt er enn óvitað um ástand þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem hlaut alvarlega áverka í skíðaslysi í lok síðasta árs. Schumacher var á mánudag fluttur frá sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalist í Frakklandi og er nú á endurhæfingarstöð í Lausanne í Sviss. Sabine Kehm, umboðsmaður hans, staðfesti í vikunni að honum væri ekki lengur haldið sofandi og hafa fregnir borist af því að hann hafi sýnt viðbrögð við umhverfi sínu og kinkað kolli til sinna nánustu. Erich Riederer, læknir í Sviss, segir í viðtali við fjölmiðla að það væri ástæða til að vara við of mikilli bjartsýni í tilfelli Schumachers. „Hann verður öryrki allt sitt líf og mun alltaf vera háður aðstoð annarra,“ sagði hann í samtali við dagblaðið 20 Minuten. Schumacher var í dái í hálft ár og telur Riederer að það yrði mikill sigur ef honum tækist að sitja óstuddur innan þriggja mánaðar. Þá verður erfitt fyrir hann að setja saman heilar setningar. „Það ætti að reynast honum erfitt - hann mun fyrst læra stök orð,“ er haft eftir lækninum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04 Michael Schumacher úr dái Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár. 16. júní 2014 10:12 Schumacher bregst við rödd konu sinnar Michael Schumacher er sagður bregðast við þegar hann heyrir rödd eiginkonu sinnar og að hann geti andað óstuddur í ákveðinn tíma. 17. júní 2014 11:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04
Michael Schumacher úr dái Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár. 16. júní 2014 10:12
Schumacher bregst við rödd konu sinnar Michael Schumacher er sagður bregðast við þegar hann heyrir rödd eiginkonu sinnar og að hann geti andað óstuddur í ákveðinn tíma. 17. júní 2014 11:30