Konur í sveitarstjórnum aldrei verið fleiri Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2014 11:32 Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag, 19. júní, er Kvenréttindadagurinn og nú eru liðin 99 ár frá því að konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis eftir langa og erfiða baráttu. Þann 31. maí s.l fóru fram sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er því vel við hæfi að skoða hlutfall kvenna í sveitarstjórnum, sem að þessu sinni jókst eilítið. Lengi fram eftir tuttugustu öld var hlutur kvenna afar rýr þegar kom að sveitastjórnarkosningum og voru konur aðeins 1% kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa árið 1958 og einungis 6% árið 1978 .Upp úr 1980 fór loks að draga til tíðinda en þá voru konur um 19% kjörinna fulltrúa og árið 1986, 28% 1998 og 36% árið 2006. Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 hlutu 512 einstaklingar kosningu fulltrúa í sveitarstjórn. Þar af voru 308 karlar og 204 konur. Konur voru því um 40% kjörinna fulltrúa og voru fleiri en karlar í 16 sveitarstjórnum af 76. Í nýafstöðnum sveistarstjórnarkosningum voru 184 listar í framboði. Á listunum áttu 2916 einstaklingar sæti, 1536 karlar og 1380 konur og voru þær því 47% frambjóðenda. Um er að ræða sama hutfall og í kosningunum árið 2010. Konur í sveitarstjórnum á íslandi eru nú 222 eða 44%, þeim fjölgar um 18%. Það eru góðar fréttir að aldrei hafa fleiri konur verið í fyrsta sæti en nú. Hlutdeild þeirra er 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Því ber að fagna þeim árangri sem náðst hefur hvað varðar hlutfall kynja. Þetta er jákvæð þróun í átt að samfélagi jafnréttis og réttlætis, þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri. Konur hafa styrkt stöðu sína en samt sem áður er jafnrétti kynjanna og tækifæri kvenna til þess að hafa áhrif á samfélag sitt langt frá því að vera tryggt. Það er eðlileg krafa að konur leiði helming lista og séu sveitarstjórar í helmingi sveitarfélaga og því takmarki er ekki náð. Nú þegar kosningunum er lokið og nýjörnir fulltrúar taka að skipa málum í sveitarstjórnum landsins er mikilvægt að hafa jafnrétti kynjanna stöðugt í huga. Málefni kvenna þurfa að komast á dagskrá í sveitarstjórnunum og skipa þarf konur jafnt og karla í áhrifastöður hvort sem um er að ræða ráð, nefndir eða í forystuhlutverk sveitarstjórna. Einungis þannig tryggjum við jafnrétti og það er hagsmunamál fyrir samfélagið allt að bæði kynin komi að ákvarðanatöku þar sem það skilar betra samfélagi fyrir okkur öll , betri stjórn málefna nærsamfélagsins. Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur. Ef við ætlum að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar óskar öllum til hamingju með daginn.Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar:Heiða Björg HilmisdóttirMargrét Lind ÓlafsdóttirSema Erla SerdarÞórunn SigurðarsdóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun