Skyldleiki fáfræði og fordóma Bjarni Halldór Janusson skrifar 8. júní 2014 11:17 Saga mannkyns er lituð af ævarandi baráttu minnihlutahópa gagnvart stærri þjóðfélagshópum og þar má helst nefna réttindabaráttu svartra, kvenna og gyðinga. Á Vesturlöndum hafa múslimar verið í minnihluta allt frá því að þeir hófu að setjast þar að. Meirihluti þeirra fordóma, sem múslimar hafa þurft að þola á Vesturlöndum, á rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma og útlendingahaturs og grundvallast því ekki á trúarbrögðum. Umræðan á Íslandi einkennist fyrst og fremst af fáfræði og þar með fordómum fólks.Gengdarlaus gagnrýni Því er gjarnan haldið fram að múslimar sèu upp til hópa lítið annað en hryðjuverkamenn. Það er forkastanlegt að taka einn trúarhóp fyrir, ætla að mismuna honum og ala á fordómum. Múslimar eru um 1.6 milljarðar talsins og því er ekki hægt að setja allan þennan fjölda undir sama hatt. Seint myndi nokkur maður komast upp með það að kalla allt kristið fólk hómófóbískt vegna afstöðu sértrúarsöfnuða eins og Westboro Baptist Church. Slíkt er einmitt jafn mikil rökleysa og að halda því fram að allir múslimar sèu hryðjuverkamenn. Þess má svo geta að samkvæmt tölum frá Europol frömdu múslimar mikinn minnihluta hryðjuverkaárása í Evrópu árin 2009 og 2010. Af 543 hryðjuverkaárásum voru einungis 4 þeirra framdar af bókstafstrúuðum múslímum. Andstæðingar moskunnar halda því einnig fram að múslimar séu ósiðaðir og í raun lítið annað en villimenn, þá sér í lagi gagnvart konum. Slíkar fullyrðingar eru þó á engu öðru en sandi reistar. Shaykh Jihad Brown, forstöðumaður rannsóknarsetursins Tabah Foundation, sem sèrhæfir sig í túlkun íslamskra laga, er einn af fjölmörgum leiðtogum múslima sem fordæmt hafa ofbeldi í garð múslímskra kvenna. Líkt og margir aðrir, þá hefur hann einnig fordæmt aðgerðir bókstafstrúarmanna og haldið uppi herferðum gegn umskurðum kvenna svo fátt eitt sé nefnt. Hann bendir jafnframt á að slíkir ósiðir sèu tilkomnir vegna menningarlegra ástæðna en ekki trúarlegra. Andstæðingar moskunnar ganga til hlaðborðs hvað rökin varðar og velja út einstaka bita, sem hentar þeim. Þeir tala gjarnan um öfgafulla texta Kóransins en gleyma að taka inn í myndina að finna má fjölmarga slíka texta í Biblíunni. Þar nægir að nefna til að mynda Mósebók. Sömuleiðis þegar talað er um öfgafulla íslamska bókstafstrúarmenn þarf líka að gera sèr grein fyrir öfgafullum bókstafstrúarmönnum annarra trúarbragða. Í Úganda, svo dæmi sè nefnt, hefur tugum þúsundum barna verið rænt af öfgasamtökunum LRA. Foreldrar barnanna eru myrtir og börnin gerð að kynlífsþrælum eða hermönnum. Þessi öfgamtök stefna á kristið klerkaveldi með boðorðin tíu sem stjórnarskrá. Því mætti kalla meðlimi samtakanna kristna bókatafstrúarmenn. Nauðsynlegt er að huga að því að öfgar fyrirfinnast meðal hvaða trúarbragða sem er.Framlag fjölmenningarinnar Andstæðingar moskunnar hamast gjarnan sveittir á lyklaborði sínu og minnast á reynslu annarra Norðurlanda af múslimum. Þar er Svíþjóð oftast nefnt sem dæmi. Þá vísa menn í háa glæpatíðni múslima í landinu og segja fjölmenningu landsins vera dragbít fyrir landið sjálft og þá sér í lagi efnahag þess. Þessar fullyrðingar þeirra eru þó algjörlega úr lausu lofti gripnar. Fjölmargar skýrslur hafa bent á að há glæpatíðni þessa minnihlutahóps sé fyrst og fremst tilkomin vegna félagslegrar einangrunar. Einnig hefur verið sýnt að hræðsla innfæddra við hið ókunna kemur oft í veg fyrir að innflytjendur fái vinnu. Þvert á móti skila innflytjendur, þar á meðal múslimar, miklu til samfélagsins í Svíþjóð. Svo dæmi sé nefnt eru innflytjendur í sænska bænum Sandvík um 4.000 talsins. Samkvæmt úttekt endurskoðendafyrirtækisins PWC skilar þessi fjöldi miklu til samfélagsins. Tölur sýna að samfélagið hagnast um hvað nemur 8.7 milljarða íslenskra króna á ári hverju vegna innflytjenda bæjarins. Einnig má líta til annarra Evrópulanda, þar sem finna má mikinn hluta innflytjenda, þá aðallega múslima. Í Lúxemborg eru 6 moskur. Þar í landi er mikill hluti innflytjenda múslimar og eru þeir um 3% af öllum íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD auka innflytjendur landsins landsframleiðslu um meira en 2%. Í Sviss eru innflytjendurnir hátt í 2 milljónir og eru því rétt rúmlega 23% af öllum íbúum landsins. Af innflytjendunum eru hátt í 500 þúsund af þeim múslimar. Tölur þar sýna að innflytjendurnir auka landsframleiðslu um rúmlega 2%. Á Ítalíu er einnig mikill hluti innflytjenda múslimar, þar auka innflytjendurnir landsframleiðsluna um 1%. Þessar tölur sýna svart á hvítu hversu jákvæð áhrif innflytjendur hafa á hagkerfi Evrópulandanna. Þar sem andstæðingar moskunnar minnast gjarnan á fjölmörg voðaverk einstakra múslima þá ætla ég að halda áfram að nefna dæmi um mikilvægi þeirra í samfélaginu. Samkvæmt ICM könnun í Bretlandi gefa múslimar þarlendis hlutfallslega mest til góðgerðarmála. Að auki er Muslim charity Helping Hand for Relief and Development meðal þeirra samtaka, sem gefa hvað mest til góðgerðarmála í Bandaríkjunum. Einnig áætla tölur frá American Medical Association að allt að 10% lækna í Bandaríkjunum sèu múslimar. Framförum í ýmsum fræðum má meðal annars þakka múslimum á miðöldum og fornöld fyrir. Fólk virðist aðallega nota rökvillur fremur en rök þegar það talar um svokallaða staðalímynd múslima. Því er haldið fram að allir múslimar sèu hryðjuverkamenn, illa innrættir og skila engu til samfèlagsins. Það þarf ekki mikla rökhugsun til þess að átta sig á fáránleika slíkra fullyrðinga. Þvert á móti sýna dæmin að þessi trúarhópur á mikið lof skilið fyrir framlag sitt til samfèlagsins. Fólk af alls konar trúarbrögðum hafa bæði gert gott og slæmt fyrir samfèlag manna. Það er veruleikafirring að halda því fram að einhver sèrstakur hópur trúarbragða sè verri eða betri en einhver annar. Múslimar eru jú eins og annað fólk, ólíkir innbyrðis.Gæta þarf jafnræðis Á Íslandi á eitt yfir alla að ganga og jafnrèttis- og mannrèttindaákvæði stjórnarskrárinnar heimila ekki að mismunað sè á grundvelli trúarbragða. Það eru ákvæði í lögum um að kirkjur fái lóðir án endurgjalds og samkvæmt jafnræðisreglum fá önnur trúfèlög sömu kjör. Á Íslandi má finna fjöldann allan af kirkjum, þetta er jú kristin þjóð. En auk þess má líka finna hèr rússneska rèttrúnaðarkirkju og hof ásatrúarmanna og búddista. Einhverra hluta vegna vilja sumir þó stoppa þar og banna múslimum að byggja hèr mosku. Það er ekki trúfrelsi, það er ójafnrètti. Eina sem mætti setja út á lóðarúthlutun til mosku múslima er það að trúarhópum sè almennt úthlútað lóðum. Hið opinbera á ekki að skipta sèr að trú- og lífsskoðunum fólks nema að tryggja trúfrelsi. Það ætti að vera hlutverk fèlagsmanna að standa straum af kostnaði trúarfèlaga. Nú þegar allir aðrir trúarhópar hafa fengið sína lóð er þó ekkert nema sjálfsagt að múslimar séu næstir í röðinni þar.Að lokum Þeir sem telja sig vera að vernda Evrópu fyrir innflytjendum eru hin raunverulega ógn, ekki innflytjendurnir sjálfir. Óttinn við hið ókunna er rótgróinn. Fólk þarf þó að passa sig að vera málefnalegt í umræðu um innflytjendur og varast allar persónuárásir og öfgar. Við eigum að fagna fjölmenningunni og virða trúfrelsið. Mannréttindi ganga jafnt yfir alla, og því eiga múslimar nákvæmlega sömu rèttindi og aðrir trúarhópar skilin. Ég ætla að ljúka þessari grein minni á tilvitnun frá manni, sem sneri sér við í gröfinni, sæi hann aðför Framsóknarflokksins gagnvart múslimum á Íslandi þessa dagana. „Èg skal aldrei leggja minn skerf til að ala upp í Íslendingum þjóðernishrokann, montið yfir forfeðrunum og einangrunarheimskuna“ - Hannes Hafstein Bjarni Halldór Janusson, áhugamaður um þjóðfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Saga mannkyns er lituð af ævarandi baráttu minnihlutahópa gagnvart stærri þjóðfélagshópum og þar má helst nefna réttindabaráttu svartra, kvenna og gyðinga. Á Vesturlöndum hafa múslimar verið í minnihluta allt frá því að þeir hófu að setjast þar að. Meirihluti þeirra fordóma, sem múslimar hafa þurft að þola á Vesturlöndum, á rætur sínar að rekja til kynþáttafordóma og útlendingahaturs og grundvallast því ekki á trúarbrögðum. Umræðan á Íslandi einkennist fyrst og fremst af fáfræði og þar með fordómum fólks.Gengdarlaus gagnrýni Því er gjarnan haldið fram að múslimar sèu upp til hópa lítið annað en hryðjuverkamenn. Það er forkastanlegt að taka einn trúarhóp fyrir, ætla að mismuna honum og ala á fordómum. Múslimar eru um 1.6 milljarðar talsins og því er ekki hægt að setja allan þennan fjölda undir sama hatt. Seint myndi nokkur maður komast upp með það að kalla allt kristið fólk hómófóbískt vegna afstöðu sértrúarsöfnuða eins og Westboro Baptist Church. Slíkt er einmitt jafn mikil rökleysa og að halda því fram að allir múslimar sèu hryðjuverkamenn. Þess má svo geta að samkvæmt tölum frá Europol frömdu múslimar mikinn minnihluta hryðjuverkaárása í Evrópu árin 2009 og 2010. Af 543 hryðjuverkaárásum voru einungis 4 þeirra framdar af bókstafstrúuðum múslímum. Andstæðingar moskunnar halda því einnig fram að múslimar séu ósiðaðir og í raun lítið annað en villimenn, þá sér í lagi gagnvart konum. Slíkar fullyrðingar eru þó á engu öðru en sandi reistar. Shaykh Jihad Brown, forstöðumaður rannsóknarsetursins Tabah Foundation, sem sèrhæfir sig í túlkun íslamskra laga, er einn af fjölmörgum leiðtogum múslima sem fordæmt hafa ofbeldi í garð múslímskra kvenna. Líkt og margir aðrir, þá hefur hann einnig fordæmt aðgerðir bókstafstrúarmanna og haldið uppi herferðum gegn umskurðum kvenna svo fátt eitt sé nefnt. Hann bendir jafnframt á að slíkir ósiðir sèu tilkomnir vegna menningarlegra ástæðna en ekki trúarlegra. Andstæðingar moskunnar ganga til hlaðborðs hvað rökin varðar og velja út einstaka bita, sem hentar þeim. Þeir tala gjarnan um öfgafulla texta Kóransins en gleyma að taka inn í myndina að finna má fjölmarga slíka texta í Biblíunni. Þar nægir að nefna til að mynda Mósebók. Sömuleiðis þegar talað er um öfgafulla íslamska bókstafstrúarmenn þarf líka að gera sèr grein fyrir öfgafullum bókstafstrúarmönnum annarra trúarbragða. Í Úganda, svo dæmi sè nefnt, hefur tugum þúsundum barna verið rænt af öfgasamtökunum LRA. Foreldrar barnanna eru myrtir og börnin gerð að kynlífsþrælum eða hermönnum. Þessi öfgamtök stefna á kristið klerkaveldi með boðorðin tíu sem stjórnarskrá. Því mætti kalla meðlimi samtakanna kristna bókatafstrúarmenn. Nauðsynlegt er að huga að því að öfgar fyrirfinnast meðal hvaða trúarbragða sem er.Framlag fjölmenningarinnar Andstæðingar moskunnar hamast gjarnan sveittir á lyklaborði sínu og minnast á reynslu annarra Norðurlanda af múslimum. Þar er Svíþjóð oftast nefnt sem dæmi. Þá vísa menn í háa glæpatíðni múslima í landinu og segja fjölmenningu landsins vera dragbít fyrir landið sjálft og þá sér í lagi efnahag þess. Þessar fullyrðingar þeirra eru þó algjörlega úr lausu lofti gripnar. Fjölmargar skýrslur hafa bent á að há glæpatíðni þessa minnihlutahóps sé fyrst og fremst tilkomin vegna félagslegrar einangrunar. Einnig hefur verið sýnt að hræðsla innfæddra við hið ókunna kemur oft í veg fyrir að innflytjendur fái vinnu. Þvert á móti skila innflytjendur, þar á meðal múslimar, miklu til samfélagsins í Svíþjóð. Svo dæmi sé nefnt eru innflytjendur í sænska bænum Sandvík um 4.000 talsins. Samkvæmt úttekt endurskoðendafyrirtækisins PWC skilar þessi fjöldi miklu til samfélagsins. Tölur sýna að samfélagið hagnast um hvað nemur 8.7 milljarða íslenskra króna á ári hverju vegna innflytjenda bæjarins. Einnig má líta til annarra Evrópulanda, þar sem finna má mikinn hluta innflytjenda, þá aðallega múslima. Í Lúxemborg eru 6 moskur. Þar í landi er mikill hluti innflytjenda múslimar og eru þeir um 3% af öllum íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD auka innflytjendur landsins landsframleiðslu um meira en 2%. Í Sviss eru innflytjendurnir hátt í 2 milljónir og eru því rétt rúmlega 23% af öllum íbúum landsins. Af innflytjendunum eru hátt í 500 þúsund af þeim múslimar. Tölur þar sýna að innflytjendurnir auka landsframleiðslu um rúmlega 2%. Á Ítalíu er einnig mikill hluti innflytjenda múslimar, þar auka innflytjendurnir landsframleiðsluna um 1%. Þessar tölur sýna svart á hvítu hversu jákvæð áhrif innflytjendur hafa á hagkerfi Evrópulandanna. Þar sem andstæðingar moskunnar minnast gjarnan á fjölmörg voðaverk einstakra múslima þá ætla ég að halda áfram að nefna dæmi um mikilvægi þeirra í samfélaginu. Samkvæmt ICM könnun í Bretlandi gefa múslimar þarlendis hlutfallslega mest til góðgerðarmála. Að auki er Muslim charity Helping Hand for Relief and Development meðal þeirra samtaka, sem gefa hvað mest til góðgerðarmála í Bandaríkjunum. Einnig áætla tölur frá American Medical Association að allt að 10% lækna í Bandaríkjunum sèu múslimar. Framförum í ýmsum fræðum má meðal annars þakka múslimum á miðöldum og fornöld fyrir. Fólk virðist aðallega nota rökvillur fremur en rök þegar það talar um svokallaða staðalímynd múslima. Því er haldið fram að allir múslimar sèu hryðjuverkamenn, illa innrættir og skila engu til samfèlagsins. Það þarf ekki mikla rökhugsun til þess að átta sig á fáránleika slíkra fullyrðinga. Þvert á móti sýna dæmin að þessi trúarhópur á mikið lof skilið fyrir framlag sitt til samfèlagsins. Fólk af alls konar trúarbrögðum hafa bæði gert gott og slæmt fyrir samfèlag manna. Það er veruleikafirring að halda því fram að einhver sèrstakur hópur trúarbragða sè verri eða betri en einhver annar. Múslimar eru jú eins og annað fólk, ólíkir innbyrðis.Gæta þarf jafnræðis Á Íslandi á eitt yfir alla að ganga og jafnrèttis- og mannrèttindaákvæði stjórnarskrárinnar heimila ekki að mismunað sè á grundvelli trúarbragða. Það eru ákvæði í lögum um að kirkjur fái lóðir án endurgjalds og samkvæmt jafnræðisreglum fá önnur trúfèlög sömu kjör. Á Íslandi má finna fjöldann allan af kirkjum, þetta er jú kristin þjóð. En auk þess má líka finna hèr rússneska rèttrúnaðarkirkju og hof ásatrúarmanna og búddista. Einhverra hluta vegna vilja sumir þó stoppa þar og banna múslimum að byggja hèr mosku. Það er ekki trúfrelsi, það er ójafnrètti. Eina sem mætti setja út á lóðarúthlutun til mosku múslima er það að trúarhópum sè almennt úthlútað lóðum. Hið opinbera á ekki að skipta sèr að trú- og lífsskoðunum fólks nema að tryggja trúfrelsi. Það ætti að vera hlutverk fèlagsmanna að standa straum af kostnaði trúarfèlaga. Nú þegar allir aðrir trúarhópar hafa fengið sína lóð er þó ekkert nema sjálfsagt að múslimar séu næstir í röðinni þar.Að lokum Þeir sem telja sig vera að vernda Evrópu fyrir innflytjendum eru hin raunverulega ógn, ekki innflytjendurnir sjálfir. Óttinn við hið ókunna er rótgróinn. Fólk þarf þó að passa sig að vera málefnalegt í umræðu um innflytjendur og varast allar persónuárásir og öfgar. Við eigum að fagna fjölmenningunni og virða trúfrelsið. Mannréttindi ganga jafnt yfir alla, og því eiga múslimar nákvæmlega sömu rèttindi og aðrir trúarhópar skilin. Ég ætla að ljúka þessari grein minni á tilvitnun frá manni, sem sneri sér við í gröfinni, sæi hann aðför Framsóknarflokksins gagnvart múslimum á Íslandi þessa dagana. „Èg skal aldrei leggja minn skerf til að ala upp í Íslendingum þjóðernishrokann, montið yfir forfeðrunum og einangrunarheimskuna“ - Hannes Hafstein Bjarni Halldór Janusson, áhugamaður um þjóðfélagsmál.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar