Körfubolti

Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór og félagar eru einum leik frá því að fara í sumarfrí.
Jón Arnór og félagar eru einum leik frá því að fara í sumarfrí. Mynd/Basketzaragoza.net
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza töpuðu í kvöld fyrir Real Madrid með átta stiga mun á útivelli, 78-70, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Jón Arnór skoraði fjögur stig í leiknum, öll af vítalínunni, en hann brenndi af fjórum skotum úr teignum og tveimur fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann tók að auki eitt frákast.

Real er besta liðið í deildinni en það vann deildarmeistaratitilinn með 32 sigra og aðeins tvö töp.

Real er nú 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×