(Vaxandi) hatur í garð múslíma Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:55 Áður fyrr fann skortur á umburðarlyndi og fordómar sér farveg í gyðingahatri. Nú á dögum birtast fordómar einna helst í andúð á íslam. Þegar byggingarland mosku var smánað í nóvember síðast liðnum virtist lögreglunni ekki liggja á að rannsaka málið þrátt fyrir að tjáning kynþáttahaturs og annarra fordóma sé bönnuð og refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. Í tengslum við smánunina kom upp á yfirborðið djúpstæð andúð meðal margra Íslendinga í garð múslíma. Þessi andúð birtist skírt í hatursfullri umræðu í ummælakerfium netmiðla, en einnig á síðum dagblaða. Nýjasta dæmið um þessa andúð er málflutningur oddvita Framsóknaflokksins í Reykjavík sem tekur sér stöðu með níði gegn múslímum þegar hún tekur undir kröfur um að múslímum sé meinað að byggja mosku. Það er brýnt að uppræta þekkingaleysi um íslam og múslíma. Það er jú þekkingarleysið sem er rót fordómana og skapar hatursfulla umræðu og viðhorf. Þá er mikilvægt að sporna gegn hræðslu fólks gagnvart íslam sem byggir að mestu á úreltum staðalímyndunum og sleggjudómum. Veit oddviti Framsóknaflokksins til dæmis ekki að hluti múslíma á Íslandi eru bornir og barnsfæddir Íslendingar sem hafa valið að skipta um trú? Ekki að það skipti þó máli þegar öllu er á botnin hvolft! Fordómar í garð múslíma og íslam er raunverulegt vandamál sem við verðum að taka á. Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur gert athugasemdir við viðhorfi hérlendis til íslam og hefur ítrekað gagnrýnt harðlega hversu lengi múslimar hafa þurft að bíða eftir byggingalóð undir mosku. Vinstrihreyfingin – grænt framboð grundvallar stefnu sína á jöfnum rétti allra án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, litarháttar, uppruna eða félagslegrar stöðu. Það er gríðarlega mikilvægt að allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem samfélaginu stafar af auknum fordómum og umburðarleysi. Vinstri Græn vilja styðja enn betur við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og grasrótarsamtök sem berjast gegn kynþáttahatri og umburðarleysi og halda áfram að berjast fyrir bættu samfélagi sem byggist á jöfnuði allra. Þá styðja Vinstri græn byggingu mosku í Sogamýri og rétt alls fólks til að stunda sín trúarbrögð. Líka íslam. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr fann skortur á umburðarlyndi og fordómar sér farveg í gyðingahatri. Nú á dögum birtast fordómar einna helst í andúð á íslam. Þegar byggingarland mosku var smánað í nóvember síðast liðnum virtist lögreglunni ekki liggja á að rannsaka málið þrátt fyrir að tjáning kynþáttahaturs og annarra fordóma sé bönnuð og refsiverð samkvæmt íslenskum lögum. Í tengslum við smánunina kom upp á yfirborðið djúpstæð andúð meðal margra Íslendinga í garð múslíma. Þessi andúð birtist skírt í hatursfullri umræðu í ummælakerfium netmiðla, en einnig á síðum dagblaða. Nýjasta dæmið um þessa andúð er málflutningur oddvita Framsóknaflokksins í Reykjavík sem tekur sér stöðu með níði gegn múslímum þegar hún tekur undir kröfur um að múslímum sé meinað að byggja mosku. Það er brýnt að uppræta þekkingaleysi um íslam og múslíma. Það er jú þekkingarleysið sem er rót fordómana og skapar hatursfulla umræðu og viðhorf. Þá er mikilvægt að sporna gegn hræðslu fólks gagnvart íslam sem byggir að mestu á úreltum staðalímyndunum og sleggjudómum. Veit oddviti Framsóknaflokksins til dæmis ekki að hluti múslíma á Íslandi eru bornir og barnsfæddir Íslendingar sem hafa valið að skipta um trú? Ekki að það skipti þó máli þegar öllu er á botnin hvolft! Fordómar í garð múslíma og íslam er raunverulegt vandamál sem við verðum að taka á. Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) hefur gert athugasemdir við viðhorfi hérlendis til íslam og hefur ítrekað gagnrýnt harðlega hversu lengi múslimar hafa þurft að bíða eftir byggingalóð undir mosku. Vinstrihreyfingin – grænt framboð grundvallar stefnu sína á jöfnum rétti allra án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, litarháttar, uppruna eða félagslegrar stöðu. Það er gríðarlega mikilvægt að allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem samfélaginu stafar af auknum fordómum og umburðarleysi. Vinstri Græn vilja styðja enn betur við mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og grasrótarsamtök sem berjast gegn kynþáttahatri og umburðarleysi og halda áfram að berjast fyrir bættu samfélagi sem byggist á jöfnuði allra. Þá styðja Vinstri græn byggingu mosku í Sogamýri og rétt alls fólks til að stunda sín trúarbrögð. Líka íslam.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun