Íslenski boltinn

Héldu hreinu í augnablik | 16 lið komin áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans verða í pottinum.
Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans verða í pottinum. Vísir/Daníel
Keflavík vann 4. deildar lið Augnabliks, 5-0, í Borgunarbikar karla í fótbolta í kvöld og verður í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslita keppninnar á föstudaginn.

Kópavogsliðið hélt hreinu í fimm mínútur gegn Pepsi-deildar liði Keflavíkur í Kórnum. Theódór Guðni Halldórsson skoraði fyrstu tvö mörk gestanna á 5. og 10. mínútu.

Frans Elvarsson sá til þess að Keflavík fór með 3-0 forystu inn í hálfleik og í þeim síðari bætti Magnús Sverrir Þorsteinsson við tveimur mörkum, 5-0.

Þróttur Reykjavík, sem leikur í 1. deild, vann 4. deildar lið KFG, 4-0, á Samsung-vellinum.

Þróttarar komust í 3-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Andra Birni Sigurðssyni og einu frá Ingólfi Sigurðssyni. Andri skoraði fullkomnaði svo þrennuna og innsiglaði 4-0 sigur Þróttara í seinni hálfleik.

Sextán lið eru komin áfram í Borgunarbikarnum, þar af ellefu lið úr Pepsi-deildinni.

Liðin 16 sem eru komin áfram:

Pepsi-deild: Breiðablik, Fram, ÍBV, Þór, Valur, Fylkir, Stjarnan, Fjölnir, KR, Keflavík, Víkingur

1. deild: Þróttur R., KV, BÍ/Bolungarvík

2. deild: ÍR

3. deild: Hamar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×