Hvernig er staðan? Bjarni Halldór Janusson skrifar 13. maí 2014 12:52 Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun