Húsnæði til leigu! Valey Erlendsdóttir skrifar 6. maí 2014 13:30 Á Íslandi er húsnæðiskostnaður afar stór hluti af útgjöldum hvers heimilis svo maður tali nú ekki um hlut húsnæðis í öryggi hvers og eins. Á Íslandi er líka stærst hlutfall sjálfseignar í húsnæðismálum miðað við nágrannalönd og þar með minnst hlutfall félagslegs húsnæðis. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að í þeim löndum þar sem áherslan á eigið húsnæði er mikil er velferðin lökust. Hér á landi voru byggðir verkamannabústaðir frá því eftir stríð og svo félagslegar eignaríbúðir frá 1990 til 1999 og þá tóku við viðbótarlán vegna húsnæðiskaupa. Síðan þá hafa húsnæðismál orðið að vandamáli fyrir sífellt stærri hóp þjóðfélagsins. Helst vegna hækkunar á markaðsvirði fasteigna og versnandi kjara. Það litla félagslega húsnæði sem sveitarfélögin eiga núna er bundið ströngum takmörkunum og útilokar þar með marga. Allar forsendur fyrir áherslu á að eiga sína eigin eign eru breyttar eftir síðasta efnahagshrun. Við getum ekki gert ráð fyrir því að allir eigi góða að sem aðstoði við fyrstu kaup. Við getum heldur ekki gert ráð fyrir að allir vilji kaupa sér fasteign og binda fjármuni sína þannig eða (eins og við búum við hér) taka gríðarlega áhættu með fjármuni sína á lánamarkaði. Við getum þó gert ráð fyrir að eftirspurn eftir leiguhúsnæði muni aukast mikið Við búum núna við svipaða stöðu í húsnæðismálum hér á landi og var fyrir heilli öld síðan í stóru kreppunni, þ.e. ungt fólk í yfirveðsettum eignum með litla bjartsýni í vasanum og svo allir hinir sem keyptu aldrei eða hafa misst sínar eignir og þurfa að leigja á ótryggum leigumarkaði. Þetta hefur skapað mörgum skelfileg vandræði, neyð og óöryggi, sérstaklega á síðustu árum. Þessi vandi virðist aðeins fara vaxandi og lítið sem ekkert gert til að leysa hann. Fyrst þarf hugarfarsbreytingu. Við þurfum að endurhugsa almennt viðhorf okkar til leiguhúsnæðis. Leiga er ekki bara tímabundin lausn. Leiguíbúðir eru ekki bara fyrir tekjulága. Leigjandi er ekki annars flokks þjóðfélagsþegn því hann gat ekki keypt sér íbúð o.sv.frv. Að tryggja sem flestum öruggt húsnæði á að vera forgangsmál allra sveitarfélaga sem og ríkis. Ekki eingöngu velferðarmál fyrir fámennan hóp tekjulágra einstaklinga. Ef fjölgun almennra traustra leiguíbúða, er nógu mikil getur það þýtt mun betri lífsgæði fyrir stærri hóp og jafnvel stuðlað að fækkun félagslegra vandamála. Við ættum að taka nágranna okkar Svía og Dani til fyrirmyndar í þessum málum. Þar eru leiguíbúðir farnar að nálgast helming alls húsnæðis og í boði fyrir alla. Þar eru leiguíbúðir ekki eingöngu íbúðir í fjölbýlishúsum, heldur af öllum stærðum og gerðum og engum takmörkunum háðar, s.s. eigna- og tekjumörkum. Þar er einnig lítið um himnháar fyrirframgreiðslur sem skilyrði fyrir leigu eins og tíðkast hér á landi. Sveitarfélögin ættu að einblína á samstarf við hið opinbera með almennt leiguhúsnæði (t.d. nokkurs konar sameignarfélag ríkis og sveitarfélaga) og vera þar með leiðandi í lausn á langvarandi húsnæðisvanda og öryggisleysi ansi margra landsmanna, hvort sem það eru einstaklingar, barnafjölskyldur, námsmenn eða öryrkjar. Farsælast væri ef ríkið kæmi að stofnun leigufélags og sveitarfélögin tækju þátt. Hlutdeild Sveitarfélaga í framangreindu sameignarfélagi gæti t.d. verið í formi byggingalóða undir íbúðahúsnæði, niðurfellingu gatnagerðargjalda, almennum rekstri og viðhaldi húsnæðisins o.fl. Sama hver við erum og hvar við erum þá eru grunnþarfir okkar þær sömu. Með því að tryggja a.m.k. eina þeirra ( heimilisöryggi) verður allt annað miklu auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er húsnæðiskostnaður afar stór hluti af útgjöldum hvers heimilis svo maður tali nú ekki um hlut húsnæðis í öryggi hvers og eins. Á Íslandi er líka stærst hlutfall sjálfseignar í húsnæðismálum miðað við nágrannalönd og þar með minnst hlutfall félagslegs húsnæðis. Því miður hefur reynslan sýnt okkur að í þeim löndum þar sem áherslan á eigið húsnæði er mikil er velferðin lökust. Hér á landi voru byggðir verkamannabústaðir frá því eftir stríð og svo félagslegar eignaríbúðir frá 1990 til 1999 og þá tóku við viðbótarlán vegna húsnæðiskaupa. Síðan þá hafa húsnæðismál orðið að vandamáli fyrir sífellt stærri hóp þjóðfélagsins. Helst vegna hækkunar á markaðsvirði fasteigna og versnandi kjara. Það litla félagslega húsnæði sem sveitarfélögin eiga núna er bundið ströngum takmörkunum og útilokar þar með marga. Allar forsendur fyrir áherslu á að eiga sína eigin eign eru breyttar eftir síðasta efnahagshrun. Við getum ekki gert ráð fyrir því að allir eigi góða að sem aðstoði við fyrstu kaup. Við getum heldur ekki gert ráð fyrir að allir vilji kaupa sér fasteign og binda fjármuni sína þannig eða (eins og við búum við hér) taka gríðarlega áhættu með fjármuni sína á lánamarkaði. Við getum þó gert ráð fyrir að eftirspurn eftir leiguhúsnæði muni aukast mikið Við búum núna við svipaða stöðu í húsnæðismálum hér á landi og var fyrir heilli öld síðan í stóru kreppunni, þ.e. ungt fólk í yfirveðsettum eignum með litla bjartsýni í vasanum og svo allir hinir sem keyptu aldrei eða hafa misst sínar eignir og þurfa að leigja á ótryggum leigumarkaði. Þetta hefur skapað mörgum skelfileg vandræði, neyð og óöryggi, sérstaklega á síðustu árum. Þessi vandi virðist aðeins fara vaxandi og lítið sem ekkert gert til að leysa hann. Fyrst þarf hugarfarsbreytingu. Við þurfum að endurhugsa almennt viðhorf okkar til leiguhúsnæðis. Leiga er ekki bara tímabundin lausn. Leiguíbúðir eru ekki bara fyrir tekjulága. Leigjandi er ekki annars flokks þjóðfélagsþegn því hann gat ekki keypt sér íbúð o.sv.frv. Að tryggja sem flestum öruggt húsnæði á að vera forgangsmál allra sveitarfélaga sem og ríkis. Ekki eingöngu velferðarmál fyrir fámennan hóp tekjulágra einstaklinga. Ef fjölgun almennra traustra leiguíbúða, er nógu mikil getur það þýtt mun betri lífsgæði fyrir stærri hóp og jafnvel stuðlað að fækkun félagslegra vandamála. Við ættum að taka nágranna okkar Svía og Dani til fyrirmyndar í þessum málum. Þar eru leiguíbúðir farnar að nálgast helming alls húsnæðis og í boði fyrir alla. Þar eru leiguíbúðir ekki eingöngu íbúðir í fjölbýlishúsum, heldur af öllum stærðum og gerðum og engum takmörkunum háðar, s.s. eigna- og tekjumörkum. Þar er einnig lítið um himnháar fyrirframgreiðslur sem skilyrði fyrir leigu eins og tíðkast hér á landi. Sveitarfélögin ættu að einblína á samstarf við hið opinbera með almennt leiguhúsnæði (t.d. nokkurs konar sameignarfélag ríkis og sveitarfélaga) og vera þar með leiðandi í lausn á langvarandi húsnæðisvanda og öryggisleysi ansi margra landsmanna, hvort sem það eru einstaklingar, barnafjölskyldur, námsmenn eða öryrkjar. Farsælast væri ef ríkið kæmi að stofnun leigufélags og sveitarfélögin tækju þátt. Hlutdeild Sveitarfélaga í framangreindu sameignarfélagi gæti t.d. verið í formi byggingalóða undir íbúðahúsnæði, niðurfellingu gatnagerðargjalda, almennum rekstri og viðhaldi húsnæðisins o.fl. Sama hver við erum og hvar við erum þá eru grunnþarfir okkar þær sömu. Með því að tryggja a.m.k. eina þeirra ( heimilisöryggi) verður allt annað miklu auðveldara.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun