Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni Almar Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 16:43 Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun