Villiköttunum tókst ekki að skáka hinum fimm fræknu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 08:43 Connecticut Huskies fagna sigrinum í nótt. Vísir/Getty Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna hvert ár fór fram í nótt þegar Connecticut-háskólinn og Kentucky-háskólinn áttust við í úrslitaleiknum um NCAA-meistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á hinum magnaða AT&T-velli í Arlington í Texas sem er heimavöllur NFL-liðsins Dallas Cowboys. Rétt tæplega 80.000 áhorfendur fylgdust með leiknum sem er met í háskólakörfunni en til gamans má geta að risaskjárinn á vellinum er á stærð við tvo körfuboltavelli og rúmlega það. Bæði lið voru komin nokkuð óvænt í úrslitaleikinn en varla nokkur maður þorði að spá þeim svo langt. Connecticut vann leikinn, 60-54, og varð um leið fyrsti skólinn í sögunni til að vinna mótið eftir að vera styrkleikaraðað númer sjö í sínum landshluta. Lokamótið í háskólakörfunni ber heitið Mars-geðveikin (e. March Madness) og fer þannig fram að 64 skólar taka þátt í úrslitakeppni. Allir sem komast í lokamótið eru því sex sigrum frá því að vinna en titlarnir í Bandaríkjunum gerast ekki mikið stærri, þó svo um sé að ræða háskólaíþrótt. Byrjunarlið Kentucky í ár og í gegnum allt lokamótið var einungis skipað nýliðum en þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem skóli sem byrjar með fimm nýliða kemst alla leið í úrslitaleikinn. Síðast var það hið sögufræga Michigan-lið með Chris Webber og JalenRose innanborðs sem komst í úrslit með fimm nýliða í byrjunarliðinu árið 1992 en eins og Kentucky tapaði það úrslitaleiknum. Það lið var kallað „Fab Five“ eða hinir fimm fræknu. Hvuttarnir frá Connecticut höfðu yfirhöndina meira og minna í gær þó Villikettirnir frá Kentucky hafi búið til mikla spennu í seinni hálfleik. Undir lokin má segja að lítil reynsla nýliðanna hafi orðið þeim að falli.Shabazz Napier var stigahæstur Connecticut-liðsins með 22 stig en JamesYoung skoraði 20 stig fyrir Kentucky. Þesi nýja útgáfa af „Fab Five“ fær ekki tækifæri til að skáka gömlu útgáfunni á næsta ári og vinna mótið saman því enn sem komið er þurfa háskólaíþróttamenn aðeins að ljúka einu ári í skóla áður en þeir mega skrá sig í nýliðavalið. James Young og samherji hans, JuliusRandle, ætla báðir rakleiðis í NBA-deildina og eru taldir fara meðal fyrstu tíu í nýliðavalinu.Kevin Ollie er þjálfari Huskies.Vísir/GettyVísir/Getty
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum