Fótbolti

Skammarleg ummæli hjá Klopp

Sammer og Klopp rífast.
Sammer og Klopp rífast. vísir/afp
Skotin hafa gengið á milli Matthias Sammer, íþróttastjóra Bayern München, og Jürgen Klopp, þjálfara Dortmund, síðustu daga í þýskum fjölmiðlum.

Sammer opnaði á umræðuna er hann gagnrýndi önnur félög í þýsku úrvalsdeildinni fyrir að leggja ekki nógu hart að sér. Bayern er löngu búið að slátra þýsku deildinni og er með 20 stiga forskot í dag.

Klopp tók þessi ummæli óstinnt upp og sagði Sammer ekki leggja neitt af mörkum í velgengni Bayern. Sammer er fyrrum hetja hjá Dortmund og lauk ferli sínum þar.

Þýska markvarðargoðsögnin, Olier Kahn, gerði þessa deilu að viðfangsefni í pistli í Bild.

"Sammer hefði kannski ekki átt að tjá sig um önnur lið en það er ekki hægt að líta fram hjá þessum harkalegu ummælum Klopp," skrifaði þessi fyrrum markvörður Bayern.

"Það að hann segi að Sammer eigi ekki neinn þátt í árangri Bayern er skammarlegt og hann sýnir honum mikið virðingarleysi með þessum orðum. Hann hefur þess utan rangt fyrir sér. Það er engin tilviljun að yfirburðir Bayern hófust árið 2012 er hann kom til félagsins. Hann hentar félaginu fullkomlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×