Fótbolti

Bayern stefnir hraðbyri að titlinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna marki Mandžukić
Leikmenn Bayern fagna marki Mandžukić Vísir/Getty
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að Bayern Munchen verji titilinn sinn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í ár. Liðið átti ekki í vandræðum með Hannover á útivelli í dag í 4-0 sigri og náði með því nítján stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Thomas Muller sem byrjaði á bekknum í leik liðsins gegn Arsenal, kom inná og skoraði annað mark Bayern í leiknum tók sæti Arjen Robben í byrjunarliði Bayern og svaraði með tveimur mörkum. Þá bættu Thiago Alcantara og Mario Mandžukić við sitt hvoru markinu.

Með sigrinum er Bayern kominn með nítján stiga forskot á Bayer Leverkusen í öðru sæti þegar tólf leikir eru eftir af tímabilinu. Ljóst er að eitthvað ótrúlegt þarf að gerast til þess að liðið vinni ekki deildina annað árið í röð. Sex sigurleikir duga liðinu sem hefur ekki tapað leik á tímabilinu og unnið 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu.



Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Werder Bremen markalaust jafntefli á heimavelli Frankfurt. Liðin sitja jöfn í 13. og 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 22 stig hvort, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×