Á kostnað annarra Gauti Skúlason skrifar 9. febrúar 2014 22:34 Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því. Ekki er þó ætlunin að fjalla um hvernig yngri kynslóðin hefur víst „myrt“ íslenskuna með stöðugum „enskuslettum“ sem eru by the way alveg hræðilega pirrandi. Heldur langar undirritaðan að tala um hversu særandi og móðgandi notkunin – eða misnotkunin réttara sagt – á tungumálinu á það til að vera. „Ertu þroskaheftur/fatlaður?“ Hversu oft hefur þessi spurning verið sett fram með það að markmiði að móðga. Spurningin er yfirleitt sett fram til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða ljótur. Af hverju segjum við þetta?„Ertu kona/kerling?“ Hver hefur ekki heyrt þennan frasa? Þarna er yfirleitt verið að vísa til þess að sá sem verður fyrir þessu „fúkyrði“ sé aumingi, gunga eða heigull. Aftur er spurt, af hverju segjum við þetta?„Ertu hommi?“ Er yfirleitt notað til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afbrigðilegur, aumingi, skrýtin og svo mætti lengi telja. Enn á ný, af hverju segjum við þetta?Fleiri dæmi... Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um misnotkun tungumálsins. Móðganirnar eru yfirleitt settar fram sem spurningar en eru í raun fullyrðingar með það að markmiði að gera lítið úr þeim sem talað er við. Svo virðist sem þær tengist gjarnan kyni, kynhneigð, kynþætti og líkamlegu- eða andlegu atgervi. En af hverju í ósköpunum kjósum við að móðga á þennan hátt?Staðalímyndir Er svarið ef til vill það að ráðandi viðhorf samfélagsins sem gerir ráð fyrir að fólk sem er með þroskahömlun eða er fatlað sé ljótt og heimskt, að konur séu aumingjar, að samkynhneigðir séu afbrigðilegir og svo framvegis? Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki sá sem verður fyrir móðgunni sem hlýtur mesta skaða, heldur ímynd þeirra einstaklinga sem falla undir þann hóp sem orð þitt tilheyrir. Þegar tungumálinu er beitt á þennan hátt þá viðhöldum við viðhorfum samfélagsins til ákveðinna hópa, jafnvel þó svo að móðgunin sé sett fram sem ,,saklaust“ grín. Þannig skapast staðalímyndir sem gera meðal annars ráð fyrir því að einstaklingar innan hópanna séu ekki hluti af því viðtekna normi sem samfélagið hefur skapað.„Normið“ Normið er hið viðtekna, það sem talið er „eðlilegt“ og „venjulegt“ í samfélaginu. Sá hópur sem fellur undir þá skilgreiningu eru vestrænir, hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir karlmenn. Ef þú fellur undir þann hóp ertu hólpin, þú hefur að minnsta kosti ekki heyrt neinn móðga einhvern með því að segja „ertu karlmaður“?.....Til ráða: Segja staðalímyndum stríð á hendur og brjóta þær á bak aftur! Henda þessu hlægilega norm-i í ruslið. Hvað er annars að vera normal/ eðlilegur, venjulegur? Það er einungis afleidd hugmynd okkar sem þykjumst vita betur. Hættum að tala á þennan hátt, við gerum lítið annað en að sýna fram á eigið greindarleysi er við misnotum tungumálið með þessum hætti. Smita út frá sér og benda öðrum á hvað þessi talsmáti er glórulaus. Þannig stígum við einu skrefi nær í átt að betra samfélagi....Gauti Skúlason formaður Femínistafélags Bifrastar og vestrænn, gagnkynhneigður, hvítur, ófatlaður karlmaður sem hefur hér með sagt sig úr hinu félagslega skapaða normi.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun