Mótmælendur segja lögregluna ætla að handtaka Bulatov, en lögreglan segir aftur á móti eingöngu ætla að ræða við hann vegna rannsóknar á meintum pyntingum. Embættismaður í innanríkisráðuneyti Úkraínu sagði BBC að grunur léki á að mannránið og pyntingin væri sviðsett og liður í að auka óróleika í landinu.

Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, Vitali Klitschko, segir að um 15 lögreglumenn hafi komið á sjúkrahúsið með dómsúrskurð og ætlað að handtaka Bulatov. Hann sagði einnig að lögreglumennirnir hefðu ekki leyft honum að sjá úrskurðinn.
Annar leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Arseniy Yatsenyuk, segir að ófarir Bulatov séu sönnun þess að dauðasveitir séu nú að störfum í Úkraínu.