Strákarnir fóru í göngutúr í dag líkt og hefð er fyrir á leikdegi. Lestarstöðin í Herning varð á vegi strákanna þar sem Erlingur Richardsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sjórnaði liðkandi æfingum.
„Einn af hans kostum er að hann er óútreiknanlegur og kemur sífellt á óvart með nýjum og skemmtilegum æfingum. Nú í dag fyrir leikinn okkar gegn Dönum tókum við þægilegan göngutúr þar sem numið var staðar inni á lestarstöðinni hér í Herning.“ skrifar Björgvin Páll Gústavsson, markvörður landsliðsins, í æfingadagbók sína.
„Þar skelltum við okkur í nokkrar balletæfingar og án nokkurs vafa eru þetta æfingar vikunnar. Ég er einnig viss um að þær skili sínu þegar í leikinn verður komið í kvöld gegn Dönum fyrir framan 15.000 áhorfendur í Boxen.“
Björgvin birtir ennfremur myndband frá lestarstöðinni á heimasíðu sinni sem sjá má hér að neðan.