Betri innflytjendastefna Ólafur Stephensen skrifar 29. janúar 2014 08:44 Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun