Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Eva Bjarnadóttir skrifar 28. janúar 2014 07:15 Hælisleitendur Langur biðtími eftir afgreiðslu hælisumsókna getur verið ómannúðlegur segir Rauði krossinn. Fréttablaðið/Anton Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira