Á vit innri ævintýra Jónas Sen skrifar 16. desember 2013 11:00 Nordic Affect. Tónlist: Hugi Guðmundsson: Í djúpsins ró. Hamrahlíðarkórinn og Nordic Affect Geisladiskur Útg. Smekkleysa Við eigum mörg ágætis tónskáld, en fá þeirra hafa hæfileika til að semja grípandi laglínur. Tónlist er auðvitað miklu meira en melódíur, hún getur þess vegna verið skipulag óhljóða, þróun og framvinda takthendinga, runa af áferð og hljómum, o.s.frv. Maður er alltaf að heyra eitthvað svoleiðis. Himneskar laglínur eru fátíðari. Hugi Guðmundsson hefur þennan sjaldgæfa hæfileika. Það er auðheyrt á geisladiskinum Í djúpsins ró. Þar eru kórverk eftir hann sem Hamrahlíðarkórinn syngur, og einnig hljóðfæratónlist flutt af kammerhópnum Nordic Affect. Kórstykkin eru óvanalega falleg. Þau eru innblásin af gamalli tónlist. Ýmist eru þau í anda eldri sálma þótt efniviðurinn sé frumsaminn, eða þá að þau eru nútímaleg útfærsla á stefjum úr fornhandritum. Verkin eru ávallt fersk, full af tilfinningu sem er svo ótrúlega hrífandi. Samt er ekki hægt að skilgreina hana í orðum. Inn á milli er tónlist sem Nordic Affect leikur eins og áður sagði. Þar á meðal er verk sem heitir Händelusive. Það er grundvallað á stefjum úr Vatnatónlist Händels. Samt er það miklu skyldara sveim- eða ambient-tónlist. Eins og allir vita sem hafa farið í slökunarnudd getur slík músík drepið mann úr leiðindum. Auk þess verður vöðvabólgan helmingi verri en áður. Sveimtónlist Huga er ekki af þessum toga. Það er ekkert endurtekningarsamt við hana. Hún er þrungin einhverju óræðu sem er dásamlega dáleiðandi. Nordic Affect spilar af fagmennsku, smekkvísi, innlifun og tæknilegri fullkomnun. Sérstaklega ber að nefna gömbuleik Hönnu Loftsdóttur, sem er einkar hlýlegur og sjarmerandi. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngur sömuleiðis af fallegri alúð, raddirnar eru prýðilega samstilltar og hreinar. Kápa geisladisksins, sem var hönnuð af Brynju Baldursdóttur, er auk þess listaverk. Hafið á myndinni, óljóst og órætt, grípur anda tónlistarinnar einstaklega vel. Í djúpsins ró er frábær geisladiskur, ljós í myrkrinu fyrir alla sem vilja slaka á og halda á vit innri ævintýra.Niðurstaða: Einstaklega vönduð útgáfa með hugvíkkandi tónlist. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Hugi Guðmundsson: Í djúpsins ró. Hamrahlíðarkórinn og Nordic Affect Geisladiskur Útg. Smekkleysa Við eigum mörg ágætis tónskáld, en fá þeirra hafa hæfileika til að semja grípandi laglínur. Tónlist er auðvitað miklu meira en melódíur, hún getur þess vegna verið skipulag óhljóða, þróun og framvinda takthendinga, runa af áferð og hljómum, o.s.frv. Maður er alltaf að heyra eitthvað svoleiðis. Himneskar laglínur eru fátíðari. Hugi Guðmundsson hefur þennan sjaldgæfa hæfileika. Það er auðheyrt á geisladiskinum Í djúpsins ró. Þar eru kórverk eftir hann sem Hamrahlíðarkórinn syngur, og einnig hljóðfæratónlist flutt af kammerhópnum Nordic Affect. Kórstykkin eru óvanalega falleg. Þau eru innblásin af gamalli tónlist. Ýmist eru þau í anda eldri sálma þótt efniviðurinn sé frumsaminn, eða þá að þau eru nútímaleg útfærsla á stefjum úr fornhandritum. Verkin eru ávallt fersk, full af tilfinningu sem er svo ótrúlega hrífandi. Samt er ekki hægt að skilgreina hana í orðum. Inn á milli er tónlist sem Nordic Affect leikur eins og áður sagði. Þar á meðal er verk sem heitir Händelusive. Það er grundvallað á stefjum úr Vatnatónlist Händels. Samt er það miklu skyldara sveim- eða ambient-tónlist. Eins og allir vita sem hafa farið í slökunarnudd getur slík músík drepið mann úr leiðindum. Auk þess verður vöðvabólgan helmingi verri en áður. Sveimtónlist Huga er ekki af þessum toga. Það er ekkert endurtekningarsamt við hana. Hún er þrungin einhverju óræðu sem er dásamlega dáleiðandi. Nordic Affect spilar af fagmennsku, smekkvísi, innlifun og tæknilegri fullkomnun. Sérstaklega ber að nefna gömbuleik Hönnu Loftsdóttur, sem er einkar hlýlegur og sjarmerandi. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur syngur sömuleiðis af fallegri alúð, raddirnar eru prýðilega samstilltar og hreinar. Kápa geisladisksins, sem var hönnuð af Brynju Baldursdóttur, er auk þess listaverk. Hafið á myndinni, óljóst og órætt, grípur anda tónlistarinnar einstaklega vel. Í djúpsins ró er frábær geisladiskur, ljós í myrkrinu fyrir alla sem vilja slaka á og halda á vit innri ævintýra.Niðurstaða: Einstaklega vönduð útgáfa með hugvíkkandi tónlist.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira