Stórbrotið listaverk af fjöllum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. desember 2013 12:00 Fjallaland Mynd: Ragnar Axelsson Bækur: Fjallaland Ragnar Axelsson Crymogea Ragnar Axelsson hefur fyrir löngu markað sér sess sem fremsti og heimsfrægasti ljósmyndari Íslendinga, þótt hann vilji lítið af frægð og verðlaunum vita. Sumir stunda ljósmyndun sem iðn og aðrir sem fréttamennsku. Ljósmyndir merktar RAX eru hins vegar listaverk, mörg hver einstök í sinni röð. Bókin Fjallaland ber listamanninum Ragnari frábært vitni. Hún er afrakstur óviðjafnanlegrar samfylgdar ljósmyndarans með gangnamönnum á Landmannaafrétti á hverju hausti í aldarfjórðung. „Leiðsögumaður“ RAX er Þórður Guðnason. Í bókinni birtast frásagnir hans af fjárleitunum, skráðar af Ragnari og Pétri Blöndal blaðamanni. Þessar frásagnir eru kryddaðar skemmtilegum sögum af fólki og atburðum og gefa góða innsýn í þessa sérstöku veröld á fjöllum, sem fáir Íslendingar nú á dögum þekkja af eigin raun.Úr Fjallalandi eftir Ragnar AxelssonMyndirnar bera þó hitann og þungann af frásögninni. Fremst í bókinni eru loftmyndir af náttúrunni á Landmannaafrétti, sem er einstök á heimsvísu í allri sinni litadýrð. Svo taka við svarthvítar myndir þar sem Ragnar lýsir samskiptum manna, skepna og náttúru sem þrátt fyrir ægifegurðina getur verið óblíð og ógnandi. RAX fangar svipbrigði í veðurbörðum andlitum, ólíkindaleg augnablik, veðrahaminn, samheldnina í hópnum, glensið og jafnvel erótíkina. Það er hægt að fletta bókinni aftur og aftur og koma auga á eitthvað nýtt til að njóta í hverri mynd. Myndirnar bera þess merki að Ragnar hefur unnið traust fólksins á þeim. Þá list kann hann öðrum betur, hvort sem hann er á ferð með grænlenzkum veiðimönnum eða íslenzkum bændum. Í bókinni hefur sú leið augljóslega verið valin meðvitað að láta myndirnar tala sínu máli án þess að setja texta við hverja þeirra. Að mörgu leyti tekst það vel, en í sumum tilvikum eru augnablikin á myndunum einfaldlega svo ótrúleg að forvitni lesandans kallar á meiri upplýsingar; hvað var þarna á seyði? Það er eini gallinn sem hugsanlega er hægt að finna á þessari frábæru bók.Niðurstaða: Stórbrotið listaverk sem veitir innsýn í heim sem fáir þekkja núorðið. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Fjallaland Ragnar Axelsson Crymogea Ragnar Axelsson hefur fyrir löngu markað sér sess sem fremsti og heimsfrægasti ljósmyndari Íslendinga, þótt hann vilji lítið af frægð og verðlaunum vita. Sumir stunda ljósmyndun sem iðn og aðrir sem fréttamennsku. Ljósmyndir merktar RAX eru hins vegar listaverk, mörg hver einstök í sinni röð. Bókin Fjallaland ber listamanninum Ragnari frábært vitni. Hún er afrakstur óviðjafnanlegrar samfylgdar ljósmyndarans með gangnamönnum á Landmannaafrétti á hverju hausti í aldarfjórðung. „Leiðsögumaður“ RAX er Þórður Guðnason. Í bókinni birtast frásagnir hans af fjárleitunum, skráðar af Ragnari og Pétri Blöndal blaðamanni. Þessar frásagnir eru kryddaðar skemmtilegum sögum af fólki og atburðum og gefa góða innsýn í þessa sérstöku veröld á fjöllum, sem fáir Íslendingar nú á dögum þekkja af eigin raun.Úr Fjallalandi eftir Ragnar AxelssonMyndirnar bera þó hitann og þungann af frásögninni. Fremst í bókinni eru loftmyndir af náttúrunni á Landmannaafrétti, sem er einstök á heimsvísu í allri sinni litadýrð. Svo taka við svarthvítar myndir þar sem Ragnar lýsir samskiptum manna, skepna og náttúru sem þrátt fyrir ægifegurðina getur verið óblíð og ógnandi. RAX fangar svipbrigði í veðurbörðum andlitum, ólíkindaleg augnablik, veðrahaminn, samheldnina í hópnum, glensið og jafnvel erótíkina. Það er hægt að fletta bókinni aftur og aftur og koma auga á eitthvað nýtt til að njóta í hverri mynd. Myndirnar bera þess merki að Ragnar hefur unnið traust fólksins á þeim. Þá list kann hann öðrum betur, hvort sem hann er á ferð með grænlenzkum veiðimönnum eða íslenzkum bændum. Í bókinni hefur sú leið augljóslega verið valin meðvitað að láta myndirnar tala sínu máli án þess að setja texta við hverja þeirra. Að mörgu leyti tekst það vel, en í sumum tilvikum eru augnablikin á myndunum einfaldlega svo ótrúleg að forvitni lesandans kallar á meiri upplýsingar; hvað var þarna á seyði? Það er eini gallinn sem hugsanlega er hægt að finna á þessari frábæru bók.Niðurstaða: Stórbrotið listaverk sem veitir innsýn í heim sem fáir þekkja núorðið.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira