Verjum aukinn hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum Eygló Harðardóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun