Orðsending til jólasveina og foreldra Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu, því svo virðist sem að jólasveinarnir séu hættir að búa gjafirnar til sjálfir. Þeir hafa líklega ekki kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, a.m.k ekki 2. grein sáttmálans, því stundum mismuna þeir börnum. Meðan sum þeirra fá mandarínu í skóinn sinn, eða jafnvel ekkert, fá önnur rándýr leikföng eða tæki. Ungur maður trúði mér fyrir því að hann hefði eitt sinn verið að leik með vini sínum allan daginn og þeir báðir hegðað sér óskaplega vel, en næsta dag kom í ljós að sveinki hafði mismunað þeim all verulega. Honum sárnaði út í jólasveininn. Kæru jólasveinar Mig langar að biðja ykkur að hætta að mismuna börnum. Mig langar líka að segja ykkur að börn tala saman og bera sig saman hvert við annað. Mig langar líka að benda ykkur á að þó ykkur langi að gefa sumum börnum dýra og flotta hluti, þá er óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum. Og þá er komið að okkur foreldrunum. Það er nefnilega svo sérstakt að það virðast vera sömu börnin sem fá stóru og dýru jólagjafirnar frá foreldrum sínum og fengu þessar stóru í skóinn. Kæru foreldrar Við viljum öll gera börnunum okkar vel og þó við höfum efni á því að gefa stórar gjafir, þá er það ekki stærðin og verðmiðinn sem skiptir öllu máli. Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum að meta þær gjafir sem þau fá og eitt besta veganesti sem við gefum þeim út í lífið er að þau þurfi að hafa eilítið fyrir hlutunum. Ef við gefum þeim of mikið, of snemma, erum við yfirleitt ekki að uppfylla þeirra eigin þarfir, heldur okkar sjálfra. Ofdekur getur auk þess verið ein birtingarmynd vanrækslu, sem við viljum auðvitað ekki gerast sek um. Munið líka að börnin okkar eru í samfélagi annarra barna. Þarna úti eru börn sem fá litlar, eða jafnvel engar jólagjafir. Þetta eru líklega sömu börnin og fengu lítið sem ekkert frá jólasveinunum. Þið megið líka hugsa til þessara barna og gauka einhverju að þeim. Þið megið líka hugsa til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem nú eru að skoða málefni barna sem búa við fátækt, en þau telja næstum 9.000 börn hér á landi. Með því að fara inn á www.jolapeysan.is getið þið styrkt verkefnið með áheitum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi samtakanna. Öll börn eiga að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum og ekki má mismuna þeim sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að sjá til þess að öll börn geti lifað með reisn. Hjálpumst að við að gera öllum börnum aðventuna og jólin ánægjuleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu, því svo virðist sem að jólasveinarnir séu hættir að búa gjafirnar til sjálfir. Þeir hafa líklega ekki kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, a.m.k ekki 2. grein sáttmálans, því stundum mismuna þeir börnum. Meðan sum þeirra fá mandarínu í skóinn sinn, eða jafnvel ekkert, fá önnur rándýr leikföng eða tæki. Ungur maður trúði mér fyrir því að hann hefði eitt sinn verið að leik með vini sínum allan daginn og þeir báðir hegðað sér óskaplega vel, en næsta dag kom í ljós að sveinki hafði mismunað þeim all verulega. Honum sárnaði út í jólasveininn. Kæru jólasveinar Mig langar að biðja ykkur að hætta að mismuna börnum. Mig langar líka að segja ykkur að börn tala saman og bera sig saman hvert við annað. Mig langar líka að benda ykkur á að þó ykkur langi að gefa sumum börnum dýra og flotta hluti, þá er óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum. Og þá er komið að okkur foreldrunum. Það er nefnilega svo sérstakt að það virðast vera sömu börnin sem fá stóru og dýru jólagjafirnar frá foreldrum sínum og fengu þessar stóru í skóinn. Kæru foreldrar Við viljum öll gera börnunum okkar vel og þó við höfum efni á því að gefa stórar gjafir, þá er það ekki stærðin og verðmiðinn sem skiptir öllu máli. Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum að meta þær gjafir sem þau fá og eitt besta veganesti sem við gefum þeim út í lífið er að þau þurfi að hafa eilítið fyrir hlutunum. Ef við gefum þeim of mikið, of snemma, erum við yfirleitt ekki að uppfylla þeirra eigin þarfir, heldur okkar sjálfra. Ofdekur getur auk þess verið ein birtingarmynd vanrækslu, sem við viljum auðvitað ekki gerast sek um. Munið líka að börnin okkar eru í samfélagi annarra barna. Þarna úti eru börn sem fá litlar, eða jafnvel engar jólagjafir. Þetta eru líklega sömu börnin og fengu lítið sem ekkert frá jólasveinunum. Þið megið líka hugsa til þessara barna og gauka einhverju að þeim. Þið megið líka hugsa til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem nú eru að skoða málefni barna sem búa við fátækt, en þau telja næstum 9.000 börn hér á landi. Með því að fara inn á www.jolapeysan.is getið þið styrkt verkefnið með áheitum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi samtakanna. Öll börn eiga að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum og ekki má mismuna þeim sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að sjá til þess að öll börn geti lifað með reisn. Hjálpumst að við að gera öllum börnum aðventuna og jólin ánægjuleg.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar