Verjum Ríkisútvarpið Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Dapurlegar fregnir berast okkur nú frá Ríkisútvarpinu, almannaútvarpinu okkar. Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur búið við skertan kost undanfarin ár eins og aðrar stofnanir hins opinbera eftir hrun. Um leið hefur flestum orðið ljósari þörfin á öflugum almannaþjónustumiðli í samfélaginu sem hefur gríðarmiklu hlutverki að gegna við að tryggja upplýsta og lýðræðislega umræðu, sinna menningu og mannlífi og veita upplýsingar þegar óvæntir atburðir verða. Síðastliðið vor samþykkti Alþingi Íslendinga ný lög um Ríkisútvarpið. Þau voru afrakstur mikillar vinnu þar sem leitast var við að skilgreina almannaþjónustuhlutverk útvarpsins. Ætlunin var ennfremur að breyta stjórnarfyrirkomulagi stofnunarinnar þannig að valnefnd, tilnefnd af Alþingi, samtökum listamanna og háskólasamfélaginu, gerði tillögu til ráðherra að stjórn sem fengi skýrara en um leið víðtækara hlutverk en áður. Síðast en ekki síst voru lagðar til ákveðnar takmarkanir á þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en á móti var lagt til að útvarpsgjaldið, sem allir greiða, ætti að renna óskert til útvarpsins. Nú er það hins vegar svo að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar var að bakka í gamalt fyrirkomulag í stjórnarskipun þar sem flokkarnir á Alþingi tilnefna í stjórn. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ákvæðinu um að útvarpsgjaldið renni óskert til RÚV verði frestað til 2016 en það verði um leið lækkað þannig að tekjur RÚV aukist ekki að sama skapi. Og síðasta útspil ríkisstjórnarinnar er að boða tillögur um að teknar verði til baka að hluta þær takmarkanir sem settar voru á öflun auglýsingatekna. Í stuttu máli hefur staða Ríkisútvarpsins verið veikt stórlega á tíma þar sem hefði átt að vera svigrúm til að bæta hana. Afleiðingarnar eru fjöldauppsagnir á starfsmönnum Ríkisútvarpsins og dapurleg framtíðarsýn þar sem búast má við minni getu til að sinna því mikilvæga hlutverki sem stofnunin hefur að gegna í nútímalegu lýðræðissamfélagi. Við hljótum að gera kröfu um skýra forgangsröðun stjórnenda RÚV í þágu þess hlutverks og skýran vilja stjórnvalda til að sinna því. Fyrirætlunum um skerðingu útvarpsgjalds er hægt að breyta við afgreiðslu fjárlaga ef þingmönnum er annt um hér verði áfram rekinn öflugur almannaþjónustumiðill og vilja tryggja framtíð hans.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun