Meta verður jarðstrengi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun