Stórvirki! Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók eftir Sölva Björn Sigurðsson Bækur: Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók Sölvi Björn Sigurðsson Sögur útgáfa Það er sennilega masminnst að gera strax grein fyrir hvað mér býr í brjósti eftir að hafa grúskað vikum saman í bókunum tveimur sem hér eru til umfjöllunar. Þetta gríðarmikla verk Sölva Björns Sigurðssonar er einfaldlega stórvirki sem hrein unun er að hafa fyrir framan sig. Ég verð að viðurkenna að eftir fyrstu yfirferð hugsaði ég með mér að höfundurinn hlyti að hafa selt sálu sína andskotanum í blindum metnaði. Núna, og vitandi hvað höfundurinn er ungur að árum, er ég eiginlega ekki í neinum vafa. Því ekki eru þetta bara þúsund blaðsíður, í tveimur stórum bindum, pakkaðar af fróðleik og skemmtilegheitum, heldur eru þær skreyttar hafsjó af gömlum og nýjum ljósmyndum sem ekki geta allar hafa verið auðfundnar. Manni fallast eiginlega hendur við að gera grein fyrir efnistökum Sölva. Þetta eru fræðirit, nema þegar ævintýrið tekur yfir. Þetta er líka ferðasaga og uppflettirit. Þegar allt er talið eru bækurnar gnægtahorn veiðiáhugamannsins – það er alveg sama hvað maður tekur mikið, það bætist alltaf eitthvað jafn áhugavert við.Sölvi Björn „Eftir fyrstu yfirferð hugsaði ég með mér að höfundurinn hlyti að hafa selt sálu sína andskotanum í blindum metnaði.“Kannski er mesti fengurinn í öllum fróðleiknum sem hér er safnað saman á einn stað – sögum af Íslendingum við ár og vötn allt frá landnámi til dagsins í dag. Hér má finna upphafið, og hvernig lax- og silungsveiðar tvinnast saman við menningu og athafnalíf. En mitt í þessu öllu skín í gegn ást höfundar og viðmælenda hans á landinu og bráðinni. Það heldur manni ekki síður við efnið. Þetta er svo ekki bara bók fyrir þá sem haldnir eru veiðidellu. Til að njóta bókanna þarf lesandinn eiginlega bara að hafa áhuga á einhverju af eftirtöldu – sagnfræði, íslenskri tungu, líffræði, bókmenntum, húmor, kostulegu fólki, þjóðsögum, Trivial Pursuit, ferðalögum og matargerð. Biðst ég afsökunar á að hafa ekki pláss til að tína fleira til. Nú veit ég ekki, lesandi góður, hvort þú hafir áttað þig á því að ég er hrifinn af bókunum. En kannski er ennþá eftir að tiltaka það sem er mikilvægast. Nefnilega að hér heldur á penna sérstaklega ritfær maður, eins og mörgum er vísast kunnugt. Ég hef lesið fleiri veiðibækur en ég get talið, og safna þeim reyndar. En þó að efni þeirra veki ávallt áhuga minn þá finnur maður sjaldan sérstaka þörf til þess að lesa setningar tvisvar. Því er hins vegar svo farið í þessu tilviki. Að síðustu: Ef þú heldur að það vanti klassískar veiðisögur í þessar bækur þá er það mér að kenna, ekki höfundi. Þær skipta sennilega hundruðum, og eru allar sannar.Niðurstaða: Bækur Sölva eru gnægtahorn veiðiáhugamannsins – ótæmandi af fróðleik og skemmtilegheitum. Þetta er einstök viðbót í flóru íslenskra veiðibókmennta. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók Sölvi Björn Sigurðsson Sögur útgáfa Það er sennilega masminnst að gera strax grein fyrir hvað mér býr í brjósti eftir að hafa grúskað vikum saman í bókunum tveimur sem hér eru til umfjöllunar. Þetta gríðarmikla verk Sölva Björns Sigurðssonar er einfaldlega stórvirki sem hrein unun er að hafa fyrir framan sig. Ég verð að viðurkenna að eftir fyrstu yfirferð hugsaði ég með mér að höfundurinn hlyti að hafa selt sálu sína andskotanum í blindum metnaði. Núna, og vitandi hvað höfundurinn er ungur að árum, er ég eiginlega ekki í neinum vafa. Því ekki eru þetta bara þúsund blaðsíður, í tveimur stórum bindum, pakkaðar af fróðleik og skemmtilegheitum, heldur eru þær skreyttar hafsjó af gömlum og nýjum ljósmyndum sem ekki geta allar hafa verið auðfundnar. Manni fallast eiginlega hendur við að gera grein fyrir efnistökum Sölva. Þetta eru fræðirit, nema þegar ævintýrið tekur yfir. Þetta er líka ferðasaga og uppflettirit. Þegar allt er talið eru bækurnar gnægtahorn veiðiáhugamannsins – það er alveg sama hvað maður tekur mikið, það bætist alltaf eitthvað jafn áhugavert við.Sölvi Björn „Eftir fyrstu yfirferð hugsaði ég með mér að höfundurinn hlyti að hafa selt sálu sína andskotanum í blindum metnaði.“Kannski er mesti fengurinn í öllum fróðleiknum sem hér er safnað saman á einn stað – sögum af Íslendingum við ár og vötn allt frá landnámi til dagsins í dag. Hér má finna upphafið, og hvernig lax- og silungsveiðar tvinnast saman við menningu og athafnalíf. En mitt í þessu öllu skín í gegn ást höfundar og viðmælenda hans á landinu og bráðinni. Það heldur manni ekki síður við efnið. Þetta er svo ekki bara bók fyrir þá sem haldnir eru veiðidellu. Til að njóta bókanna þarf lesandinn eiginlega bara að hafa áhuga á einhverju af eftirtöldu – sagnfræði, íslenskri tungu, líffræði, bókmenntum, húmor, kostulegu fólki, þjóðsögum, Trivial Pursuit, ferðalögum og matargerð. Biðst ég afsökunar á að hafa ekki pláss til að tína fleira til. Nú veit ég ekki, lesandi góður, hvort þú hafir áttað þig á því að ég er hrifinn af bókunum. En kannski er ennþá eftir að tiltaka það sem er mikilvægast. Nefnilega að hér heldur á penna sérstaklega ritfær maður, eins og mörgum er vísast kunnugt. Ég hef lesið fleiri veiðibækur en ég get talið, og safna þeim reyndar. En þó að efni þeirra veki ávallt áhuga minn þá finnur maður sjaldan sérstaka þörf til þess að lesa setningar tvisvar. Því er hins vegar svo farið í þessu tilviki. Að síðustu: Ef þú heldur að það vanti klassískar veiðisögur í þessar bækur þá er það mér að kenna, ekki höfundi. Þær skipta sennilega hundruðum, og eru allar sannar.Niðurstaða: Bækur Sölva eru gnægtahorn veiðiáhugamannsins – ótæmandi af fróðleik og skemmtilegheitum. Þetta er einstök viðbót í flóru íslenskra veiðibókmennta.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira