Ádeila á raunveruleikann Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 17. nóvember 2013 17:00 Stúdentaleikhúsið sýnir Sá á fund sem finnur sig Mynd: Iona Sjöfn Leiklist: Sá á fund sem finnur sig Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Pétur Ármannsson Sá á fund sem finnur sig er nýtt íslenskt sviðsverk í uppsetningu Stúdentaleikhússins sýnt á Dansverkstæðinu við Skúlagötu. Verkið fjallar um leikarana sjálfa sem allir vilja „finna sig“. Þeir taka þátt í keppni um það hver sé bestur og fljótastur í að finna sig og áhorfendur fylgjast með ferlinu. Áhorfendum er falið að hafa áhrif á hver stendur uppi sem sigurvegari keppninnar að lokum og á þá leið er þeim ögrað til þess að leggja eigin skilning í verkið. Hér er ekki um að ræða leiksýningu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur það sem kallast „performans“. Þá styðjast leikarar við leikkerfi, búninga og myndbandstækni. Hver sýning verður einstök því það virðist vera tilviljunarkennt hverjir fá að tjá sig og hve lengi hverju sinni. Verkið er tilraunakennt en sem „performans“ er það í hefðbundnari kantinum. Hugmyndasmiður og leikstjóri er Pétur Ármannsson. Pétri tekst vel að draga fram hæfileika hinna ófaglærðu leikara. Til dæmis var Ásthildur skemmtilega fjarverandi og veruleikafirrt í hlutverki sínu sem kynnir keppninnar og Grétar var sannfærandi sem einlægur einstaklingur sem ekki virtist auðveldlega ginnkeyptur gylliboðum þáttarstjórnenda. Einnig var spænskumælandi leikari í keppninni, Marjan, sem virtist ekki alveg skilja hvað var um að vera. Þá gilti einu hvort áhorfandinn skildi spænsku. Leikararnir voru hver og einn sannfærandi sem „þeir sjálfir“ og skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Í verkinu er tekist á við hugmyndir um raunveruleikann. Um er að ræða ádeilu á samfélagið, raunveruleikasjónvarp og peningahyggju. Leikararnir vinna með ímyndir og leitina að sjálfum sér um leið og þeir keppast um athygli áhorfenda. Það leiðir þá á hálan ís, því hver sá sem keppist um athygli getur fljótlega orðið yfirborðskenndur eða ýktur. Sumir nota veikleika sína til þess að fá athygli á meðan aðrir ljúga kannski til þess? Ramminn utan um sýninguna er skýr en stefnuleysi lýsir ástandi leikaranna, enda um ringlaða einstaklinga að ræða. Sýningin nær ekki nægilega alvarlegum undirtóni til þess að hreyfa við áhorfendum en leikgleðin er mikil og boðskapurinn kemst til skila í gegnum húmor. Umgjörð og leikmynd er einföld. Með myndbandstækni skapast ákveðin ringulreið sem getur verið skírskotun í samtímann. Ringulreiðin verður þó heldur mikil í lokin. Sýningin virkar óraunveruleg þótt hún fjalli um veruleikann og sýnir þannig ástand fáránleika. Einnig er ýmsum fáránlegum blæbrigðum fléttað inn í „söguþráðinn“ sem gefur sýningunni mikið.Niðurstaða: Kómískur performans sem ögrar áhorfendum með ádeilu á raunveruleikann. Skemmtileg sýning sem vekur til umhugsunar. Vel gert áhugaleikhús. Gagnrýni Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Leiklist: Sá á fund sem finnur sig Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Pétur Ármannsson Sá á fund sem finnur sig er nýtt íslenskt sviðsverk í uppsetningu Stúdentaleikhússins sýnt á Dansverkstæðinu við Skúlagötu. Verkið fjallar um leikarana sjálfa sem allir vilja „finna sig“. Þeir taka þátt í keppni um það hver sé bestur og fljótastur í að finna sig og áhorfendur fylgjast með ferlinu. Áhorfendum er falið að hafa áhrif á hver stendur uppi sem sigurvegari keppninnar að lokum og á þá leið er þeim ögrað til þess að leggja eigin skilning í verkið. Hér er ekki um að ræða leiksýningu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur það sem kallast „performans“. Þá styðjast leikarar við leikkerfi, búninga og myndbandstækni. Hver sýning verður einstök því það virðist vera tilviljunarkennt hverjir fá að tjá sig og hve lengi hverju sinni. Verkið er tilraunakennt en sem „performans“ er það í hefðbundnari kantinum. Hugmyndasmiður og leikstjóri er Pétur Ármannsson. Pétri tekst vel að draga fram hæfileika hinna ófaglærðu leikara. Til dæmis var Ásthildur skemmtilega fjarverandi og veruleikafirrt í hlutverki sínu sem kynnir keppninnar og Grétar var sannfærandi sem einlægur einstaklingur sem ekki virtist auðveldlega ginnkeyptur gylliboðum þáttarstjórnenda. Einnig var spænskumælandi leikari í keppninni, Marjan, sem virtist ekki alveg skilja hvað var um að vera. Þá gilti einu hvort áhorfandinn skildi spænsku. Leikararnir voru hver og einn sannfærandi sem „þeir sjálfir“ og skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Í verkinu er tekist á við hugmyndir um raunveruleikann. Um er að ræða ádeilu á samfélagið, raunveruleikasjónvarp og peningahyggju. Leikararnir vinna með ímyndir og leitina að sjálfum sér um leið og þeir keppast um athygli áhorfenda. Það leiðir þá á hálan ís, því hver sá sem keppist um athygli getur fljótlega orðið yfirborðskenndur eða ýktur. Sumir nota veikleika sína til þess að fá athygli á meðan aðrir ljúga kannski til þess? Ramminn utan um sýninguna er skýr en stefnuleysi lýsir ástandi leikaranna, enda um ringlaða einstaklinga að ræða. Sýningin nær ekki nægilega alvarlegum undirtóni til þess að hreyfa við áhorfendum en leikgleðin er mikil og boðskapurinn kemst til skila í gegnum húmor. Umgjörð og leikmynd er einföld. Með myndbandstækni skapast ákveðin ringulreið sem getur verið skírskotun í samtímann. Ringulreiðin verður þó heldur mikil í lokin. Sýningin virkar óraunveruleg þótt hún fjalli um veruleikann og sýnir þannig ástand fáránleika. Einnig er ýmsum fáránlegum blæbrigðum fléttað inn í „söguþráðinn“ sem gefur sýningunni mikið.Niðurstaða: Kómískur performans sem ögrar áhorfendum með ádeilu á raunveruleikann. Skemmtileg sýning sem vekur til umhugsunar. Vel gert áhugaleikhús.
Gagnrýni Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp