Ungt fólk er auðlind Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. nóvember 2013 07:00 Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Heimurinn er stærri en Ísland. Í því felast tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ungir Íslendingar geta nú sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um allan heim. Þessu eigum við að fagna. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun. Í umræðum um stórfelldan niðurskurð á stuðningi við rannsóknir og nýsköpun, fjársvelti heilbrigðiskerfisins og niðurskurð í menntakerfinu hefur komið fram að veruleg hætta sé á atgervisskorti í íslensku samfélagi. Hugmyndir sem heyrast frá stjórnarheimilinu um að refsa þeim sem sækja sér menntun og starfsreynslu til annarra landa eða um að trú á olíufundi verði það sem laðar hingað ungt fólk bendir ekki til mikils skilnings á vandamálinu eða metnaðar til að byggja hér skapandi þekkingarsamfélag – sem skiptir þó mestu fyrir lífskjör hér á landi til framtíðar. Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar við enda ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma. Þess vegna var ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga atvinnutækifærum og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft, lögum um fæðingarorlof var breytt og stefnan sett á lengingu orlofsins og sett fram frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þannig mætti lengi telja. Öll þessi mál miðuðu að því að bæta stöðu ungs fólks og fjölga tækifærum. Því miður virðist ný ríkisstjórn ætla að falla frá eða afturkalla þessi mál. Ég hvet stjórnvöld til að efna til samráðs með öðrum stjórnmálaflokkum og fulltrúum ungs fólks til að ræða málefni ungs fólks og hvað það setur á oddinn þannig að íslenskt samfélag verði áfram gott og eftirsóknarvert. Við eigum að kappkosta að byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðarsamfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki hvert annað og því verðum við að ná saman um markmið sem skila árangri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar