Hinir sílogandi netheimar Halldór Auðar Svansson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í. Þessu góða gríni fylgir smá alvara þar sem netheimar gætu allt eins verið (stór) íbúðablokk því þeir eru samfélag í samfélaginu, hálfgerð endurspeglun þess. Jón og Gunna búa í Álfheimum en svo eiga þau sér líka búsetu í netheimum. Núorðið er aðalaðsetur þeirra líklegast á Facebook en þaðan skreppa þau til að hitta aðra og spjalla í athugasemdakerfum DV, Vísis, Eyjunnar og svo framvegis. Krakkarnir þeirra eru líklegri til að halda til á Snapchat og Instagram með vinum sínum. Sumir, meðal annars úr hópi valdhafa, vilja gera lítið úr netsamfélaginu og setja það út í horn með því að nota hugtök á borð við netheima og bloggsamfélag í hálfniðrandi merkingu og gefa leynt og ljóst í skyn að netsamfélagið sé hálfómarktækt eða óraunverulegt (oftast mislíkar viðkomandi eitthvað sem þar fer fram, á borð við gagnrýni á þá sjálfa). Slíkt tal hljómar vægast sagt gamaldags, þar sem löngu ætti að vera orðið ljóst að netumræðan hefur oft mikil áhrif. Netið hefur líka gert fólki mun auðveldara um vik að halda upplýsingum til haga og rifja þær upp þegar við á. Það er kannski helst það sem valdhöfum gremst en hvað sem því líður hafa þeir síður stjórn á umræðunni en áður; netfrelsisbyltingin er komin til að vera. Kjörlendi eineltis Öllu frelsi fylgir þó ábyrgð. Þetta dásamlega netfrelsi má líka misnota, til að mynda með því að meiða með orðum og níðast á þeim sem liggja vel við höggi. Návígið sem netið skapar getur verið kjörlendi eineltis og ofsókna fyrir þá sem vilja nýta sér það þannig. Um það þekkjum við mörg óskemmtileg og jafnvel skelfileg dæmi. Línan milli eðlilegra skoðanaskipta og andlegs ofbeldis er reyndar að vissu leyti matskennd en allir eru sammála um að hún er til staðar. Hluti vandans á netinu er að þar er frekar auðvelt fyrir okkur að horfa framhjá þeim afleiðingum sem hegðun okkar hefur á tilfinningar annarra, af því að á netinu sitjum við ekki augliti til auglitis. Nú er auðvitað ekki hægt að neyða nokkurn til að taka tillit til tilfinninga annarra en það er hægt að minna á mikilvægi uppbyggilegra samskipta og kalla fólk til ábyrgðar fyrir framkomu sína. Við Íslendingar eigum okkur málsháttinn „aðgát skal höfð í nærveru sálar“, úr kvæði Einars Benediktssonar sem aldrei er of oft kveðið, þar sem það er frábær áminning um ábyrgðina sem fylgir því að eiga í mannlegum samskiptum. Fyrir mörgum er ofangreint vafalaust sjálfsögð sannindi, en þau eru því miður ekki öllum sjálfsögð og þess vegna hljótum við öll að bera ábyrgð á að passa upp á hvert annað í því návígissamfélagi sem netheimar eru. Þá þurfum við líka að átta okkur vel á hvernig netheimar virka og hvað fer þar fram, ekki síst hvað börn og ungmenni eru að gera hvert öðru, í skjóli tækni og tækifæra sem auðvelt er að misnota með fáeinum handtökum. Beislum eldinn og yljum okkur við hann í stað þess að brenna brýr eða börnin okkar.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar