Hægara sagt en gert Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. október 2013 00:00 Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hryggilegt að lesa jafn ósanngjarna stjórnmálaumfjöllun eftir jafn mætan mann og Kristin H. Gunnarsson og þá sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 17. október. Því miður er Kristinn við kunnuglegt heygarðshorn þegar hann ræðir niðurskurð í tíð seinustu ríkisstjórnar án þess að nefna þær aðstæður sem voru uppi í samfélaginu eða þann nærri 200 milljarða fjárlagahalla sem hún hlaut í arf. Slíka ósanngjarna gagnrýni mátti ríkisstjórnin glíma við allan tímann, frá fólki sem eflaust stundar það líka að sitja við gluggann í hellirigningu og ofsaroki og furða sig á að fólk sé í regnkápum. Til að bíta höfuðið af skömminni eignar hann „vondu vinstristjórninni“ líka niðurskurð á árunum 2007 og 2008 þegar aðrir voru við völd og aðstæður voru taldar allt aðrar og betri og niðurskurð til Landspítalans árin fyrir hrun. Enn versnar það þegar ríkisstjórninni er sérstaklega hallmælt fyrir að hafa sinnt umhverfismálum of vel og ekki skorið nógu duglega niður í menntakerfinu. Allt er þetta sett í samhengi landshlutastríðs sem Kristinn virðist æstur í að efna til. Grátbroslegi hlutinn af greininni er þegar seinustu ríkisstjórn er hallmælt fyrir að hafa þurft tíma til að koma á veiðileyfagjaldi. Staðreyndin er þó að það er í tíð síðustu ríkisstjórnar sem sjávarútvegurinn tók í fyrsta sinn að greiða veiðigjöld svo nokkru næmi. Þau voru hækkuð í áföngum og síðan sett lög um almennt og sérstakt veiðigjald og kostaði hörð átök við stórútgerðirnar og þáverandi stjórnarandstöðu í hvert sinn. Það getur tekið tíma að koma góðum málum áleiðis og það ætti maður að vita sem sat á Alþingi í 18 ár, þar af átta ár sem hluti af ríkisstjórnarmeirihluta, án þess að ná fram einni einustu breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt sem hann auglýsir nú eftir. Ég gæti spurt í hans stíl: Hvað var maðurinn að gera öll þessi ár? Það er bara ívið léttara að skrifa grein en að koma lögum gegnum þing.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun