Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun