Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun