Frábær “feel-gooddari” Sara McMahon skrifar 30. september 2013 10:00 Einstakar Ungu leikkonurnar sýna stórleik í nýjustu mynd Lukas Moodysson. Bíó, Vi är bäst! / Við erum bestar! Leikstjóri: Lukas Moodysson Leikarar: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne og David Dencik. Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru. Þær eru pönkarar og dag einn stofna pönkhljómsveit. Hvorug þeirra hefur þó spilað á hljóðfæri áður og því fá þær gítarsnillinginn Heiðveigu til að ganga til liðs við sveitina. Myndin fjallar um vináttu stúlknanna sem takast á við allt það sem þrettán ára unglingar glíma við; vonlausa foreldra, leiðinleg systkini og fyrstu ástina. Við erum bestar! er dásamleg „feel good“ kvikmynd og bera hinar ungu leikkonur hana á öxlum sér - þó fullorðna fólkið eigi einnig frábæran leik. Persónusköpunin er einstök og myndataka Moodysson gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann vera fluga á vegg, sem gerir myndina enn betri.Niðurstaða: Frábær „feel good“ mynd frá hinum hæfileikaríka Moodysson. Þó söguþráðurinn sé hversdagslegur, þá leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu. Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó, Vi är bäst! / Við erum bestar! Leikstjóri: Lukas Moodysson Leikarar: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne og David Dencik. Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru. Þær eru pönkarar og dag einn stofna pönkhljómsveit. Hvorug þeirra hefur þó spilað á hljóðfæri áður og því fá þær gítarsnillinginn Heiðveigu til að ganga til liðs við sveitina. Myndin fjallar um vináttu stúlknanna sem takast á við allt það sem þrettán ára unglingar glíma við; vonlausa foreldra, leiðinleg systkini og fyrstu ástina. Við erum bestar! er dásamleg „feel good“ kvikmynd og bera hinar ungu leikkonur hana á öxlum sér - þó fullorðna fólkið eigi einnig frábæran leik. Persónusköpunin er einstök og myndataka Moodysson gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann vera fluga á vegg, sem gerir myndina enn betri.Niðurstaða: Frábær „feel good“ mynd frá hinum hæfileikaríka Moodysson. Þó söguþráðurinn sé hversdagslegur, þá leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu.
Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira