Togstreita á milli bræðra Freyr Bjarnason skrifar 28. september 2013 10:00 Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra. Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Bíó: Mistaken For Strangers Leikstjóri: Tom Berninger RIFF-hátíðin Leikstjóri Mistaken For Strangers, Tom Berninger, er yngri bróðir Matts Berninger, söngvara bandarísku hljómsveitarinnar The National. Í byrjun myndarinnar, árið 2010, er The National á leið í sitt stærsta tónleikaferðalag til þessa. Söngvarinn ákveður af góðmennsku sinni að ráða litla bróður sem aðstoðarmann sveitarinnar á ferðalaginu og notar hann tækifærið og gerir heimildarmynd í leiðinni. Í myndinni skyggnist Tom á bak við tjöldin hjá þessari vinsælu rokksveit en fyrst og fremst fjallar hún um samband hans við hinn fræga bróður sinn. Matt er sá sem hefur náð langt í lífinu en Tom er kærulaus letingi sem hefur áorkað litlu sem engu. Gaman er að fylgjast með samskiptum þeirra og greinilegt að litli bróðir á frekar erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt. Þó að myndin risti ekki djúpt er hún áhugaverð og gefur manni ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja ólíkra bræðra.Niðurstaða: Myndin gefur ágæta innsýn inn í lífið á tónleikaferðalögum og togstreitu á milli tveggja bræðra.
Gagnrýni Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira