Ósk um samstarf Þorsteinn Víglundsson skrifar 28. september 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt.
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar