Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala skrifar 12. september 2013 06:00 Landspítalinn er sjúkrahús allra landsmanna og um leið mikilvægasta kennslustofnun á sviði heilbrigðismála í landinu. Það kemur ekki til af góðu að Landspítalinn hefur verið mikið til umræðu síðustu vikurnar, þar sem ófremdarástand hefur ítrekað skapast. Nú síðast á lyflækningasviði, sem er stærsta svið spítalans og það svið sem annast flesta af veikustu sjúklingunum, þar á meðal á sviði hjarta-, krabbameins-, lungna-, smitsjúkdóma-, innkirtla-, ofnæmis-, endurhæfingar-, öldrunar-, meltingar-, nýrna- og, gigtarlækninga.Hrun á lyflæknissviði Ljóst er að eftir langvarandi niðurskurð er lyflækningasviðið svo illa statt að það getur ekki risið undir hlutverki sínu við núverandi kringumstæður. Álag á lækna er gríðarlegt og starfsánægja í lágmarki. Þrátt fyrir að starfskannanir innan sviðsins hafi ítrekað sýnt afar slæma útkomu hvað varðar starfsánægju og aðstöðu, bæði meðal almennra lækna og sérfræðilækna, hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða til að snúa þróuninni við.Atgervisflótti og skortur á nýliðun Atgervisflótti almennra lækna og sérfræðinga í lyflækningum er staðreynd og það sama á við um sérfræðilækna á fleiri sviðum Landspítala og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Skortur á nýliðun kemur líka fram í því að þeir sem hafa lokið sérmenntun erlendis sækja í mun minni mæli aftur til Íslands. Umtalsvert betri kjör og betra starfsumhverfi eru í boði í nágrannalöndum okkar. Þar taka þarlendar stofnanir fagnandi við reyndum íslenskum sérfræðilæknum sem hafa menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku. Á síðustu fjórum árum hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms á lyflækningasviði spítalans og í staðinn leitað á önnur mið. Árið 2009 voru 24 almennir læknar við störf á lyflækningasviði. Nú eru þeir tíu og fer fækkandi.Framhaldsmenntun í molum Framhaldsnám í lyflækningum á Landspítala hefur verið eftirsótt af ungum læknum í gegnum tíðina og ekki eru mörg ár síðan velja þurfti á milli áhugasamra umsækjenda. Í dag er staðan gjörbreytt og meiri hluti af stöðum deildarlækna ósetinn. Álagið á þá deildarlækna sem eftir eru og þá sérfræðilækna sem ganga þurfa í störf ungu læknanna er því gríðarlegt. Aðeins er spurning hvenær sérfræðilæknar fá einnig nóg af álaginu og aðstöðuleysinu og segja upp störfum sínum. Það er því augljóst að staðan á lyflækningasviði er grafalvarleg og ástandið gæti haft keðjuverkandi áhrif á önnur svið sjúkrahússins sem sum eiga einnig undir högg að sækja.Vandinn fyrirséður Sú staða sem nú er komin upp er þó hvorki nýtilkomin né ófyrirséð. Á síðustu þremur til fjórum árum hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina. Ekki hefur verið brugðist nægjanlega við tillögum almennra lækna um bætta starfsaðstöðu og kjör og ljóst er að upp er kominn trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnenda sem flækir úrlausn þessara brýnu vandamála. Ef ekki verður spornað strax við þróuninni sem lýst er hér, mun starfsemi spítalans skaðast á ófyrirsjáanlegan hátt. Það er þó margt fleira sem hrjáir Landspítalann en atgervisflótti almennra lækna á lyflækningasviði. Fækkun lækna í einstökum sérgreinum er orðin grafalvarleg, s.s. í krabbameins-, nýrna- og hjartaskurðlækningum ásamt læknisfræðilegri myndgreiningu. Þessu fylgir aukið álag á þá lækna sem eftir eru og er hvorki til þess fallið að auka starfsánægju þeirra né bæta orðspor spítalans gagnvart ungum sérfræðingum sem búsettir eru erlendis. Verkefnum Landspítala hefur fjölgað mikið og þau eru flóknari en áður, ekki síst vegna framfara í læknavísindum, vaxandi fjölda eldra fólks og niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.Laun, tæki og húsnæði Laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum stéttum, húsnæði Landspítala er úr sér gengið og aðstaða starfsfólks er víða ófullnægjandi. Einnig má nefna bágan tækjakost spítalans, en endurnýjun hans hefur setið á hakanum líkt og eðlilegt viðhald húsnæðisins. Án nútíma tækjabúnaðar er læknum ekki mögulegt að bjóða upp á bestu meðferð líkt og gert er á háskólasjúkrahúsum nágrannalanda okkar. Kaup á lækninga- og rannsóknartækjum ætti að vera hluti af daglegum rekstri spítalans. Það er í hæsta máta óeðlilegt að okkar mati að svo mikilvæg grunnstoð velferðar í okkar samfélagi þurfi að reiða sig að verulegu leyti á söfnunarfé einstaklinga, fyrirtækja eða þjóðkirkjunnar til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað á háskólasjúkrahúsi landsins. Peningar eru þó víða til, eins og sést best á nýhöfnum framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng og þeirri staðreynd að fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði, sem í sumum tilvikum skagar hátt í árlegar fjárveitingar ríkissjóðs til Landspítala. Að okkar mati ætti eðlilegur rekstur Landspítala að geta náðst með skynsamlegri forgangsröðun fjármagns í þjóðfélaginu. Tíminn er naumur og úrlausnir sem augjóst er að kosta umtalsverða fjármuni þurfa að liggja fyrir innan vikna fremur en mánaða.Grunnstoð heilbrigðisþjónustu í hættu Okkur er til efs að umrædd þróun á Landspítala sé almenningi í landinu að skapi, enda þurfa flestar íslenskar fjölskyldur á þjónustu sjúkrahússins að halda á hverju ári. Góð heilsa og öflug heilbrigðisþjónusta er það sem skiptir fólk hvað mestu máli. Það vita þeir best sem stríða við heilsubrest. Okkar hlutverk sem störfum á sjúkrahúsi allra landsmanna er að koma þeim sem til okkar leita til betri heilsu. Það höfum við gert fram til þessa með því að leggja metnað okkar í að bjóða þjónustu sem hefur staðist samanburð við það besta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Að óbreyttu er ljóst að ekki verður framhald á því, þar sem ein meginstoðin í gangverki Landspítala, lyflækningasviðið, glímir nú við erfiðleika sem gætu hæglega valdið óbætanlegu tjóni ef ekki verður tafarlaust brugðist við með viðeigandi aðgerðum.Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjörn Guðbjörnsson, prófessor í gigtarrannsóknumBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumJóhann Heiðar Jóhannsson, yfirlæknir og klíniskur prófessor í meinafræðiJón Gunnlaugur Jónsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiKarl Andersen, prófessor í hjartalækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og deildarforseti læknadeildarPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðmeinafræðiRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumRagnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnasjúkdómumSigurður Guðmundsson, prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Landspítalinn er sjúkrahús allra landsmanna og um leið mikilvægasta kennslustofnun á sviði heilbrigðismála í landinu. Það kemur ekki til af góðu að Landspítalinn hefur verið mikið til umræðu síðustu vikurnar, þar sem ófremdarástand hefur ítrekað skapast. Nú síðast á lyflækningasviði, sem er stærsta svið spítalans og það svið sem annast flesta af veikustu sjúklingunum, þar á meðal á sviði hjarta-, krabbameins-, lungna-, smitsjúkdóma-, innkirtla-, ofnæmis-, endurhæfingar-, öldrunar-, meltingar-, nýrna- og, gigtarlækninga.Hrun á lyflæknissviði Ljóst er að eftir langvarandi niðurskurð er lyflækningasviðið svo illa statt að það getur ekki risið undir hlutverki sínu við núverandi kringumstæður. Álag á lækna er gríðarlegt og starfsánægja í lágmarki. Þrátt fyrir að starfskannanir innan sviðsins hafi ítrekað sýnt afar slæma útkomu hvað varðar starfsánægju og aðstöðu, bæði meðal almennra lækna og sérfræðilækna, hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða til að snúa þróuninni við.Atgervisflótti og skortur á nýliðun Atgervisflótti almennra lækna og sérfræðinga í lyflækningum er staðreynd og það sama á við um sérfræðilækna á fleiri sviðum Landspítala og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Skortur á nýliðun kemur líka fram í því að þeir sem hafa lokið sérmenntun erlendis sækja í mun minni mæli aftur til Íslands. Umtalsvert betri kjör og betra starfsumhverfi eru í boði í nágrannalöndum okkar. Þar taka þarlendar stofnanir fagnandi við reyndum íslenskum sérfræðilæknum sem hafa menntað sig með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn við bestu háskólasjúkrahús í Evrópu og N-Ameríku. Á síðustu fjórum árum hafa sífellt færri ungir læknar valið að sérhæfa sig til framhaldsnáms á lyflækningasviði spítalans og í staðinn leitað á önnur mið. Árið 2009 voru 24 almennir læknar við störf á lyflækningasviði. Nú eru þeir tíu og fer fækkandi.Framhaldsmenntun í molum Framhaldsnám í lyflækningum á Landspítala hefur verið eftirsótt af ungum læknum í gegnum tíðina og ekki eru mörg ár síðan velja þurfti á milli áhugasamra umsækjenda. Í dag er staðan gjörbreytt og meiri hluti af stöðum deildarlækna ósetinn. Álagið á þá deildarlækna sem eftir eru og þá sérfræðilækna sem ganga þurfa í störf ungu læknanna er því gríðarlegt. Aðeins er spurning hvenær sérfræðilæknar fá einnig nóg af álaginu og aðstöðuleysinu og segja upp störfum sínum. Það er því augljóst að staðan á lyflækningasviði er grafalvarleg og ástandið gæti haft keðjuverkandi áhrif á önnur svið sjúkrahússins sem sum eiga einnig undir högg að sækja.Vandinn fyrirséður Sú staða sem nú er komin upp er þó hvorki nýtilkomin né ófyrirséð. Á síðustu þremur til fjórum árum hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina. Ekki hefur verið brugðist nægjanlega við tillögum almennra lækna um bætta starfsaðstöðu og kjör og ljóst er að upp er kominn trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnenda sem flækir úrlausn þessara brýnu vandamála. Ef ekki verður spornað strax við þróuninni sem lýst er hér, mun starfsemi spítalans skaðast á ófyrirsjáanlegan hátt. Það er þó margt fleira sem hrjáir Landspítalann en atgervisflótti almennra lækna á lyflækningasviði. Fækkun lækna í einstökum sérgreinum er orðin grafalvarleg, s.s. í krabbameins-, nýrna- og hjartaskurðlækningum ásamt læknisfræðilegri myndgreiningu. Þessu fylgir aukið álag á þá lækna sem eftir eru og er hvorki til þess fallið að auka starfsánægju þeirra né bæta orðspor spítalans gagnvart ungum sérfræðingum sem búsettir eru erlendis. Verkefnum Landspítala hefur fjölgað mikið og þau eru flóknari en áður, ekki síst vegna framfara í læknavísindum, vaxandi fjölda eldra fólks og niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.Laun, tæki og húsnæði Laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum stéttum, húsnæði Landspítala er úr sér gengið og aðstaða starfsfólks er víða ófullnægjandi. Einnig má nefna bágan tækjakost spítalans, en endurnýjun hans hefur setið á hakanum líkt og eðlilegt viðhald húsnæðisins. Án nútíma tækjabúnaðar er læknum ekki mögulegt að bjóða upp á bestu meðferð líkt og gert er á háskólasjúkrahúsum nágrannalanda okkar. Kaup á lækninga- og rannsóknartækjum ætti að vera hluti af daglegum rekstri spítalans. Það er í hæsta máta óeðlilegt að okkar mati að svo mikilvæg grunnstoð velferðar í okkar samfélagi þurfi að reiða sig að verulegu leyti á söfnunarfé einstaklinga, fyrirtækja eða þjóðkirkjunnar til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað á háskólasjúkrahúsi landsins. Peningar eru þó víða til, eins og sést best á nýhöfnum framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng og þeirri staðreynd að fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði, sem í sumum tilvikum skagar hátt í árlegar fjárveitingar ríkissjóðs til Landspítala. Að okkar mati ætti eðlilegur rekstur Landspítala að geta náðst með skynsamlegri forgangsröðun fjármagns í þjóðfélaginu. Tíminn er naumur og úrlausnir sem augjóst er að kosta umtalsverða fjármuni þurfa að liggja fyrir innan vikna fremur en mánaða.Grunnstoð heilbrigðisþjónustu í hættu Okkur er til efs að umrædd þróun á Landspítala sé almenningi í landinu að skapi, enda þurfa flestar íslenskar fjölskyldur á þjónustu sjúkrahússins að halda á hverju ári. Góð heilsa og öflug heilbrigðisþjónusta er það sem skiptir fólk hvað mestu máli. Það vita þeir best sem stríða við heilsubrest. Okkar hlutverk sem störfum á sjúkrahúsi allra landsmanna er að koma þeim sem til okkar leita til betri heilsu. Það höfum við gert fram til þessa með því að leggja metnað okkar í að bjóða þjónustu sem hefur staðist samanburð við það besta sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Að óbreyttu er ljóst að ekki verður framhald á því, þar sem ein meginstoðin í gangverki Landspítala, lyflækningasviðið, glímir nú við erfiðleika sem gætu hæglega valdið óbætanlegu tjóni ef ekki verður tafarlaust brugðist við með viðeigandi aðgerðum.Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningumBjörn Guðbjörnsson, prófessor í gigtarrannsóknumBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræðiEinar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningumEinar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor í augnlækningumEngilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlækningumGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumHelgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningumJóhann Heiðar Jóhannsson, yfirlæknir og klíniskur prófessor í meinafræðiJón Gunnlaugur Jónsson, yfirlæknir og prófessor í meinafræðiJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor í lífefnafræðiKarl Andersen, prófessor í hjartalækningumKarl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor í sýklafræðiMagnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómalækningumMagnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og deildarforseti læknadeildarPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir og prófessor í blóðmeinafræðiRafn Benediktsson, yfirlæknir og prófessor í lyflækningumRagnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor í barnasjúkdómumSigurður Guðmundsson, prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun