Börnin sátu sem heilluð Jón Viðar Jónsson skrifar 11. september 2013 09:00 "Sviðsetning sem var bæði látlaus og hugmyndarík, fór aldrei yfir strik smekkvísinnar, aldrei út í stæla eða yfirborðmennsku,“ segir Jón Viðar. Mynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir Leiklist: Hættuför í HuliðsdalSoðið svið sýnir í samvinnu við ÞjóðleikhúsiðHöfundur Salka Guðmundsdóttir Leikstjóri Harpa Arnardóttir Leikarar Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir Ellefu ára gömul telpa flyst upp í sveit ásamt foreldrum sínum og afa. Þau hafa misst húsið sitt í Hruninu og eiga ekki annarra kosta völ. Sveitabærinn heitir því ískyggilega nafni Skuggagröf og það brakar óhugnanlega í gamla timburhúsinu undir nóttina. Telpan er mikið ein og finnur til vanmáttar gagnvart nýjum aðstæðum. Og hvað er þá til ráða annað en að flýja inn í veröld hugarflugsins og ævintýranna, veröld sem er í senn ævaforn og síung, alltaf söm og jöfn og þó síbreytileg? Veröld sem við getum verið bæði örugg og frjáls í, veröld sem veitir okkur hlýtt skjól, án þess að loka okkur inni og kæfa okkur. Sem er óneitanlega talsvert ólíkt því sem gerist í heimi hversdagsleikans, þessum heimi sem okkur finnst oft svo harður og kaldur – svo óvinveittur einstaklingnum, eins og mikið skáld orðaði það víst fyrir löngu. Eitthvað á þessa leið er upphaf og uppistaða sögu í Hættuför í Huliðsdal, hinum nýja barnaleik Sölku Guðmundsdóttur sem leikhópurinn Soðið svið frumsýndi á kjallarasviði Þjóðleikhússins, Kúlunni svonefndu, á sunnudaginn var. Þetta er samstarfsverkefni hins Soðna sviðs, Þjóðleikhúss og Leikfélags Akureyrar, og langt síðan hér hefur komið fram jafn gott barnaleikrit. Og það er – verður víst að segjast – ekki heldur of algengt að sjá jafn gegnvönduð vinnubrögð og þau sem leikstjórinn, Harpa Arnardóttir og samstarfsmenn hennar, sýna að þessu sinni. Það var blátt áfram hrífandi hvernig allt vann saman: góð frammistaða leikendanna fjögurra, seiðandi tónlist og leikhljóð, frábærir búningar, áhrifamikil og snjöll ljósabeiting. Sviðsetning sem var bæði látlaus og hugmyndarík, fór aldrei yfir strik smekkvísinnar, aldrei út í stæla eða yfirborðmennsku, og þjónaði aðeins einu markmiði: að skila sögunni óbrenglaðri, miðla anda verksins og inntaki. Engin afbygging, bara uppbygging – og, ég tek fram, rétt svona hæfileg uppbygging: siðferðislegur boðskapur í svo mátulegum skammti að hann truflaði ekkert góða ævintýrabragðið, maður rétt fann keiminn af honum á tungunni. Og þó að sýningin væri löng, virtust börnin aldrei verða leið eða óróleg, og þó að þarna væru dularfullar og jafnvel miður velviljaðar verur á kreiki, fór enginn að gráta af hræðslu, trúlega vegna þess að þarna var líka svo margt sem börnum finnst hlægilegt og fyndið. Þau sátu einfaldlega sem heilluð – og þá er ég að sjálfsögðu að tala um öll börnin í salnum, líka gömlu börnin sem finnst þau stundum vera búin að sjá og heyra svo margt á sinni löngu og ströngu fullorðinsævi, að ekkert geti lengur komið þeim á óvart, lyft þeim á þetta dásamlega flug sem æskan hendir sér svo fyrirhafnarlaust á. Hvað það er gaman að finna aftur að þetta var tóm vitleysa í manni; að maður hefur enn varðveitt þó ekki sé nema örlítið brot af hæfileikanum til að kætast yfir því smáa, gefa sig á vald hinu ókunna og dularfulla! Ég sé á vef Þjóðleikhússins að einungis er gert ráð fyrir sýningum á leiknum út þennan mánuð. Heldur finnst mér það nú naum áætlun hjá leikhúsinu, og ekki af mikilli framsýni gerð, því að hér er á ferð verk sem öll íslensk börn eiga að fá tækifæri til að kynnast. Á vef Leikfélags Akureyrar kemur fram að það sé meðal verkefna ársins, en þar eru engar dagsetningar sjáanlegar. Væri ekki annars tilvalið að drífa sig með það í leikferð um landið? Börn eru víðar en í Reykjavík og á Akureyri, eða svo hefði maður haldið.Niðurstaða: Frábær nýr íslenskur barnaleikur sem á langa lífdaga skilið. Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Hættuför í HuliðsdalSoðið svið sýnir í samvinnu við ÞjóðleikhúsiðHöfundur Salka Guðmundsdóttir Leikstjóri Harpa Arnardóttir Leikarar Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir Ellefu ára gömul telpa flyst upp í sveit ásamt foreldrum sínum og afa. Þau hafa misst húsið sitt í Hruninu og eiga ekki annarra kosta völ. Sveitabærinn heitir því ískyggilega nafni Skuggagröf og það brakar óhugnanlega í gamla timburhúsinu undir nóttina. Telpan er mikið ein og finnur til vanmáttar gagnvart nýjum aðstæðum. Og hvað er þá til ráða annað en að flýja inn í veröld hugarflugsins og ævintýranna, veröld sem er í senn ævaforn og síung, alltaf söm og jöfn og þó síbreytileg? Veröld sem við getum verið bæði örugg og frjáls í, veröld sem veitir okkur hlýtt skjól, án þess að loka okkur inni og kæfa okkur. Sem er óneitanlega talsvert ólíkt því sem gerist í heimi hversdagsleikans, þessum heimi sem okkur finnst oft svo harður og kaldur – svo óvinveittur einstaklingnum, eins og mikið skáld orðaði það víst fyrir löngu. Eitthvað á þessa leið er upphaf og uppistaða sögu í Hættuför í Huliðsdal, hinum nýja barnaleik Sölku Guðmundsdóttur sem leikhópurinn Soðið svið frumsýndi á kjallarasviði Þjóðleikhússins, Kúlunni svonefndu, á sunnudaginn var. Þetta er samstarfsverkefni hins Soðna sviðs, Þjóðleikhúss og Leikfélags Akureyrar, og langt síðan hér hefur komið fram jafn gott barnaleikrit. Og það er – verður víst að segjast – ekki heldur of algengt að sjá jafn gegnvönduð vinnubrögð og þau sem leikstjórinn, Harpa Arnardóttir og samstarfsmenn hennar, sýna að þessu sinni. Það var blátt áfram hrífandi hvernig allt vann saman: góð frammistaða leikendanna fjögurra, seiðandi tónlist og leikhljóð, frábærir búningar, áhrifamikil og snjöll ljósabeiting. Sviðsetning sem var bæði látlaus og hugmyndarík, fór aldrei yfir strik smekkvísinnar, aldrei út í stæla eða yfirborðmennsku, og þjónaði aðeins einu markmiði: að skila sögunni óbrenglaðri, miðla anda verksins og inntaki. Engin afbygging, bara uppbygging – og, ég tek fram, rétt svona hæfileg uppbygging: siðferðislegur boðskapur í svo mátulegum skammti að hann truflaði ekkert góða ævintýrabragðið, maður rétt fann keiminn af honum á tungunni. Og þó að sýningin væri löng, virtust börnin aldrei verða leið eða óróleg, og þó að þarna væru dularfullar og jafnvel miður velviljaðar verur á kreiki, fór enginn að gráta af hræðslu, trúlega vegna þess að þarna var líka svo margt sem börnum finnst hlægilegt og fyndið. Þau sátu einfaldlega sem heilluð – og þá er ég að sjálfsögðu að tala um öll börnin í salnum, líka gömlu börnin sem finnst þau stundum vera búin að sjá og heyra svo margt á sinni löngu og ströngu fullorðinsævi, að ekkert geti lengur komið þeim á óvart, lyft þeim á þetta dásamlega flug sem æskan hendir sér svo fyrirhafnarlaust á. Hvað það er gaman að finna aftur að þetta var tóm vitleysa í manni; að maður hefur enn varðveitt þó ekki sé nema örlítið brot af hæfileikanum til að kætast yfir því smáa, gefa sig á vald hinu ókunna og dularfulla! Ég sé á vef Þjóðleikhússins að einungis er gert ráð fyrir sýningum á leiknum út þennan mánuð. Heldur finnst mér það nú naum áætlun hjá leikhúsinu, og ekki af mikilli framsýni gerð, því að hér er á ferð verk sem öll íslensk börn eiga að fá tækifæri til að kynnast. Á vef Leikfélags Akureyrar kemur fram að það sé meðal verkefna ársins, en þar eru engar dagsetningar sjáanlegar. Væri ekki annars tilvalið að drífa sig með það í leikferð um landið? Börn eru víðar en í Reykjavík og á Akureyri, eða svo hefði maður haldið.Niðurstaða: Frábær nýr íslenskur barnaleikur sem á langa lífdaga skilið.
Gagnrýni Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira