Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 6. september 2013 06:00 Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun