"Þurftum góðan dag eftir slæma tímatöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 13:30 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í gær. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira