Leggjum af Landsdóm strax Árni Páll Árnason skrifar 2. júlí 2013 09:45 Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Þing Evrópuráðsins hefur samþykkt ályktun um aðskilnað refsiábyrgðar og stjórnmálalegrar ábyrgðar stjórnmálamanna. Þá ályktun ber okkur að taka alvarlega, enda Evrópuráðið lykilstofnun í uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu undanfarna áratugi. Ráðið leggur áherslu á að forðast skuli sérstakt fyrirkomulag málssókna vegna brota stjórnmálamanna í starfi og að almennar leikreglur eigi að gilda um stjórnmálamenn sem aðra borgara. Ekki beri að refsa mönnum fyrir pólitískar ákvarðanir eða pólitískt mat, heldur eigi stjórnmálamenn að svara fyrir þær í kosningum. Landsdómsmálið var okkur ekki til virðingarauka og gerði íslenskum stjórnmálum ekkert gott. Þessi niðurstaða á að skapa samstöðu á vettvangi stjórnmála á Íslandi um að leggja af Landsdóm. Samfylkingin hefur ávallt verið mótfallin því að sérúrræði gildi um refsiábyrgð stjórnmálamanna og nægir að minna á margítrekaðan tillöguflutning Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis á fyrri tíð. Slíkar tillögur fengust þá aldrei afgreiddar. Þótt flestir gætu verið sammála um að ákvæði um Landsdóm væru óskynsamleg, voru einhvern veginn önnur verkefni brýnni. Og til að leggja af Landsdóm þurfti að breyta stjórnarskrá og þær breytingar hafa alltaf verið afar flóknar í framkvæmd. Nú höfum við algerlega nýtt tækifæri til að taka til í stjórnskipun landsins og hreinsa af okkur óværu eins og ákvæðin um Landsdóm. Fyrir Alþingi liggur til staðfestingar nýtt frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem ég er fyrsti flutningsmaður að, sem gerir okkur kleift að gera breytingar á stjórnarskrá án þingrofs og kosninga á yfirstandandi kjörtímabili. Allt sem þarf er að samþykkja það frumvarp og leggja síðan tillögu til stjórnarskrárbreytingar fyrir þjóðina. Það er því gríðarlegt lag fyrir stjórnarskrárumbætur núna. Það er engin þörf að ýta lengur á undan okkur sjálfsögðum breytingum á stjórnarskrá. Við höfum einstakt tækifæri til að laga það sem laga þarf og gefa þjóðinni í fyrsta sinn fullnaðarvald til stjórnarskrárbreytinga.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun