Fræknar og finnskar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2013 12:00 Stúdíóið eftir Pekka Hiltunen Bækur Stúdíóið Pekka Hiltunen. Sigurður Karlsson þýddi. Uppheimar Lia er ung finnsk kona, grafískur hönnuður að mennt, sem vinnur sem umbrotsmaður á virtu tímariti í London. Hún er dálítið einræn og sérlunduð en þegar hún verður vitni að því að lík finnst í bílskotti og kynnist stuttu síðar annarri finnskri konu í London, Mari, kemst heldur betur hreyfing á líf hennar. Mari rekur nokkurs konar ofurteymi sem vinnur við það að koma upp um fólk sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Hún er haldin þráhyggju fyrir því að finna eitthvað misjafnt um leiðtoga öfgasinnaðs hægriflokks í Bretlandi og þegar Lia kemst að því að líkið í bílskottinu hafi verið af lettneskri vændiskonu skipta þær með sér verkum til að veita morðingjanum og stjórnmálamanninum makleg málagjöld. Stúdíóið er ein af þessum glæpasögum sem í raun snúast minnst um glæpi og mest um persónur rannsakandanna, en er þó afskaplega pólitískt rétthugsandi þar sem mansal á austur-evrópskum konum og sú hætta sem stafar af fylgisaukningu öfgasinnaðra þjóðernissinna er í brennidepli. Persóna Liu, sem allt stendur og fellur með, er afskaplega vel dregin og lesandanum finnst hann þekkja þessa konu út og inn að lestri loknum. Mari er öllu óræðari persóna; þessi kona sem ekki veit aura sinna tal og er í herferð gegn spillingu og illum öflum virkar engan veginn sannfærandi. Samskipti þeirra Liu eru frábærlega skrifuð og að sumu leyti má segja að bókin sé óður til finnskra kvenna sem láta ekkert stöðva sig á leið sinni að því markmiði sem þær hafa valið. Aðrar persónur eru hálfgerðar skuggamyndir, enda sjáum við þær einungis með augum Liu, sem ekki getur talist hafa mikinn áhuga á að kynnast öðru fólki ofan í kjölinn. Sagan er ekki beint spennandi í hefðbundinni merkingu en svo vel skrifuð og áhugaverð að hún heldur lesandanum við efnið og honum leiðist aldrei. Sjónarhornið færist milli rannsókna á málunum tveim og vandlega er passað upp á að lesandinn sé nú ekkert of vel haldinn af upplýsingum á einu bretti. Þýðing Sigurðar Karlssonar er til fyrirmyndar eins og við mátti búast, ekki ein klúðursleg setning á 440 síðum, sem er afrek sem margir af fremstu rithöfundum þjóðarinnar ættu í basli með að jafna.Niðurstaða: Vel skrifuð og öðruvísi glæpasaga sem tekur á viðkvæmum málum sem verið hafa í brennidepli undanfarin ár. Gagnrýni Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Stúdíóið Pekka Hiltunen. Sigurður Karlsson þýddi. Uppheimar Lia er ung finnsk kona, grafískur hönnuður að mennt, sem vinnur sem umbrotsmaður á virtu tímariti í London. Hún er dálítið einræn og sérlunduð en þegar hún verður vitni að því að lík finnst í bílskotti og kynnist stuttu síðar annarri finnskri konu í London, Mari, kemst heldur betur hreyfing á líf hennar. Mari rekur nokkurs konar ofurteymi sem vinnur við það að koma upp um fólk sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Hún er haldin þráhyggju fyrir því að finna eitthvað misjafnt um leiðtoga öfgasinnaðs hægriflokks í Bretlandi og þegar Lia kemst að því að líkið í bílskottinu hafi verið af lettneskri vændiskonu skipta þær með sér verkum til að veita morðingjanum og stjórnmálamanninum makleg málagjöld. Stúdíóið er ein af þessum glæpasögum sem í raun snúast minnst um glæpi og mest um persónur rannsakandanna, en er þó afskaplega pólitískt rétthugsandi þar sem mansal á austur-evrópskum konum og sú hætta sem stafar af fylgisaukningu öfgasinnaðra þjóðernissinna er í brennidepli. Persóna Liu, sem allt stendur og fellur með, er afskaplega vel dregin og lesandanum finnst hann þekkja þessa konu út og inn að lestri loknum. Mari er öllu óræðari persóna; þessi kona sem ekki veit aura sinna tal og er í herferð gegn spillingu og illum öflum virkar engan veginn sannfærandi. Samskipti þeirra Liu eru frábærlega skrifuð og að sumu leyti má segja að bókin sé óður til finnskra kvenna sem láta ekkert stöðva sig á leið sinni að því markmiði sem þær hafa valið. Aðrar persónur eru hálfgerðar skuggamyndir, enda sjáum við þær einungis með augum Liu, sem ekki getur talist hafa mikinn áhuga á að kynnast öðru fólki ofan í kjölinn. Sagan er ekki beint spennandi í hefðbundinni merkingu en svo vel skrifuð og áhugaverð að hún heldur lesandanum við efnið og honum leiðist aldrei. Sjónarhornið færist milli rannsókna á málunum tveim og vandlega er passað upp á að lesandinn sé nú ekkert of vel haldinn af upplýsingum á einu bretti. Þýðing Sigurðar Karlssonar er til fyrirmyndar eins og við mátti búast, ekki ein klúðursleg setning á 440 síðum, sem er afrek sem margir af fremstu rithöfundum þjóðarinnar ættu í basli með að jafna.Niðurstaða: Vel skrifuð og öðruvísi glæpasaga sem tekur á viðkvæmum málum sem verið hafa í brennidepli undanfarin ár.
Gagnrýni Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira