141. mánuður loftárása Stefán Pálsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni?
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar