Vinafátt grískt goð Sigríður Dögg skrifar 27. júní 2013 08:00 Hvert er hlutverk fantasía? Sigga Dögg veltir fyrir sér tilgangi fantasíubókmennta. Nordicphotos/getty Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí? Sigga Dögg Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí?
Sigga Dögg Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira