Aðgerðir gegn brottfalli Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun