Strangtrúaðir netverjar Auður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2013 07:00 Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída. Athugasemdir nokkurra aðila voru svo ofboðslegar að á endanum hafði maðurinn minn upp á nafni náunga nokkurs sem skrifaði undir dulnefni og hringdi í hann frá Barcelona þar sem við bjuggum. Sá varð kjaftstopp þegar sveittur Íslendingur í Katalóníu tók hann snöfurlega á beinið. Daginn eftir misstum við málið. Dvergvaxin mannvitsbrekka á Íslandi bloggaði um holdafar mitt af miklum móð og skildi ekkert í því hvernig nokkur gæti hugsað sér að sofa hjá öðru eins mörfjalli og mér. Skrifin vöktu þvílíka kátínu að nokkrir góðkunningjar mínir af karlkyni voru örsnöggir að linka á snilldina. Ég rankaði við mér þar sem ég var búin að ryðja bókunum mínum úr bókaskápnum í stofunni, andstutt af vanlíðan. Við hjónin höfðum verið á leiðinni út að sjá kvikmynd eftir Ragnar Bragason á kvikmyndahátíð en ég náði ekki áttum fyrr en myndin var byrjuð. Þá hristi ég sjokkið af mér, sárust yfir því að hafa misst af myndinni. Síðan þá er ég viðbúin öllu í samfélagsumræðu á Íslandi en þó þykir mér sárt að sjá fólk verða fyrir skriðu niðrandi athugasemda við það eitt að viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum, hvort sem ég er sammála skoðunum þess á fótboltaþjálfurum og léttvínsdrykkju eða ekki. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að skiptast á skoðunum við fólk og ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun á hverjum degi, þá ekki síst til að spegla hana í skoðunum annarra, helst í góðum matarboðum. Maður er jú manns gaman! Samt myndi ég aldrei nenna í matarboð með strangtrúuðum netverjum sem borða hvorki steik né humar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar